Færsluflokkur: Bloggar
21.11.2007 | 17:47
Lyftingar
Einhvern veginn hef ég aldrei fundið mig í lyftingum og mun sjálfsagt aldrei gera. Lyftingar hefur alltaf verið hluti af undirbúningstímabili okkar knattspyrnumanna og er ég nú að hefja slíkt tímabil. Reyndar hafa þessar lyftingar sem að við knattspyrnumenn erum í alveg sloppið og er alveg góð æfing sem slík því að menn þurfa jú að styrkja sig margir hverjir (Orri ég er ekki að skjóta á þig). Í gær eftir ágæta fótbolta æfingu hoppuðum við í salinn í Egilshöllinni og tókum hring í járnunum sem gerði það að verkum að ég get varla hreyft mig í dag. Við Eyþór kíktum síðan í þennan líka fína pott sem er algjörlega nauðsynlegt eftir svona átök. Við erum ekkert að fara út í það hvernig spilið endaði á æfingunni, er það nokkuð Eyjó???
Óli Stefán ....... sem að horfði fullur aðdáunar á söngvaskáldið Björn Jörund í gær
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.11.2007 | 14:24
Stoltur af karlinum
Djöfull er maður ánægður með hann Birgi Leif Hafþórsson. Drengurinn var að koma sér áfram í Evrópumótaröðinni annað árið í röð sem verður að teljast alveg hreint undraverður árangur. Er þetta bara ekki svipaður árangur eins og að knattspyrnuliðið kæmist í lokastórkeppni? Allavega þá er maður ánægður fyrir hans hönd og vona ég að hann standi sig bara áfram.
Óli Stefán..... sem að væntanlega hellir sér í golfið næsta sumar
Birgir: Ég hef aldrei verið eins stoltur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.11.2007 | 17:24
Afbrennslustjóri ríkisins
Ég fékk á sínum tíma þennan titil frá Bjarna Andréssyni fyrrum formanni Grindvíkur og pabba Ólafs Arnars Brannara. Þannig var það að ég held að það hafi verið árið 2000 að við vorum að keppa við ÍA í Grindavík og vorum að vinna eitt núll og komið fram yfir venjulegan leiktíma. ÍA fær þá hornspyrnu sem við hreinsum frá og allt í einu vorum við komnir tveir á móti markmanni ég og Sverrir Sverris körfubolta séní út Keflavík. Hann er með boltann og sólar markmanninn og leggur hann á mig þar sem ég stóð einn fyrir opnu marki innan við meter frá línunni. Ég trekkti bara upp sleggjuna og hamraði blöðruna langt yfir og í svekkelsinu hleyp ég að stönginni og sparkaði í hana (man að ég meiddi mig mikið þó að ég léti ekkert bera á því, nógu vandræðalegt var þetta orðið samt) Í þessu flautar dómarinn af og þá hljóp ég fagnandi í fangið á Sverri dauðfeginn því að þetta klúður kostaði okkur ekki sigurinn.
Ástæða þess að ég rifja þetta upp hér er að á flakki mínu á netinu fann ég þessa snilld og ekki laust við að ég sé nú bara í góðra manna hóp þeirra sem hafa klikkað á sannkölluðum dauðafærum.
Óli Stefán..... sem að spilaði vistri bakvörð í umræddum leik
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2007 | 15:34
Menningaheimarnir mætast og framfarir í eldhúsi
Mikið svakalega fann maður til með skotunum á laugardaginn. Ég tók mig til og fór að horfa á þá spila við Ítali á Gaumbar með skotunum Scotty og Baldri Bett ásamt tveimur bræðrum hans. Þetta varð hin mesta skemmtun því að það verður seint sagt að Skotarnir lifi sig ekki í leikinn. Það var líka gaman að fylgjast með ítölunum sem voru nokkrir mættir þarna. Menningaheimur þessara tveggja landa er svolítið ólíkur og sást það berlega á því að Skotarnir heltu þarna í sig "pinturum" á meðan ítalarnir sötruðu á rauðvíni.
Ég er búinn að vera svakalega duglegur í eldhúsinu að undanförnu og nokkuð ljóst að maður er búinn að taka gríðarlegum framförum í eldamennskunni (þurfti kannski ekkert sérstaklega mikið til) Í gær eldaði ég t.d lasagne að hætti Mexicana og verð ég bara að gefa mér hæstu einkunn fyrir framtakið. Í kvöld er ég að hugsa um að hafa bara eitthvað einfalt og fljótlegt sem má ekki vera of þungt í maga. Þannig er nefnilega mál með vexti að ég er búinn að vera mjög slappur í dag og matarlistin ekki alveg uppá 10 núna.
Óli Stefán ....... sem er búinn að venja sig á það að vaska alltaf upp strax eftir eldamennsku
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2007 | 16:26
Lagalistinn
Ég sit núna inní stofu og eiginlega bíð bara eftir því að afmæli systur minnar hefjist. Þar sem ég þarf að glamra á gítarinn í kvöld er ég svona að fara yfir lagalistann.Sem harður Bubba aðdáandi þá verður hann mest á boðstólnum í kvöld. Sagan segir manni það að það kunna flestir í svona partýum Bubbalögin og þar sem ég á afskaplega erfitt með að syngja með gítarnum þá er best að bjóða upp á lög sem að flestir kunna og þar með flestir syngja með. Í dvd spilaranum eru afmælistónleikar SSSól og verð ég að viðurkenna að þeir eru djöflanum betri. Bara út af því að ég er búinn að hlusta á þennan disk meir en góðu hófi gegnir þá hefur það auðvitað áhrif á lagalistann og er ég búinn að bæta inn lögum eins og "Ef ég væri guð" og "Húsið og ég". Einnig er á listanum að finna slagara eins og "O baby baby" og "Ceep" ásamt fleiri góðum lögum. Í tilefni þess að Jonny Cash hefði veri' búinn að vera edrú í 43 ár i dag ætla ég einnig að skella inn "Folsom prison blues" og fá Helgu eldri systur mína til að taka bakröddina. Hver veit nema maður verðu í þannig stuði í kvöld að lög eins og "When im sixty four" og "Let it be" fái að fljóta með en það verður tíminn einn að leiða í ljós.
Óli Stefán....... sem að hefur valið elsta og besta gítarinn sinn í verkefni kvöldsins.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.11.2007 | 09:54
Óli "Örn Arnarsson" Flóventsson
Maður er ekkert búinn að vera smá duglegur síðustu vikuna. Það er nefnilega þannig að maður er búinn að fara í sund þrisvar sinnum. Ég byrjaði á þessu eftir fyrstu æfinguna á mánudaginn því að ég var eins og spítukarl eftir hana. Þá var það bara nuddpotturinn og gufan. Þetta var svona líka þægilegt og afslappandi að ég ákvað að gera miklu meira af þessu og jafnvel taka eins og hálfan kílómeter í lauginni, og reyna að losna fyrr við óþarfa kíló sem manni tókst að bæta á sig í fríinu. Tvisvar er ég búinn að fara í laugina eftir það en ekki fengið mig í það að synda svo mikið sem einn meter ennþá. Ég á sundgleraugu síðan í sumar þegar við Andri Steinn fórum að synda eins og óðir menn í eina viku þannig að ég get ekki falið mig á bak við það að þau vanti. Ég var kominn svo langt í þessum sund draumi mínum að ég var að spá í að vakna fyrr á morgnana og reyna að skila þessum hálfum kílómeter þá, eeeeennn ég held bara ekki. Maður hefur svosem fengið mikið út úr því að liggja í pottinum því að þangað kemur alltaf hópur eldri manna og bara það að liggja og hlusta á þessa líka snillingana ræða um dagsins amstur gerir mig að ríkari manni í hvert skipti.
Óli Stefán...... sem að fékk sér mandarínur og kaffi í morgunmat í morgun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.11.2007 | 09:55
Fínn náungi þessi Kitson
Hann tekur þarna undir það sem maður hefur verið að halda fram undanfarið. Ég er svo feikilega ánægður með spilamennsku minna manna en hafa ber í huga að þetta er ungt lið og gæti því alveg verið brothætt þegar á móti blæs. Það er samt alveg á hreinu að þetta lið endar í topp þremur. Man Utd er ekki langt undan og á meðan skotinn knái er við stjórnvöllinn á þeim bænum er maður nokkuð viss um að þeir munu gera harða atlögu að titlinum. Púllararnir hafa heldur ekki sagt sitt síðasta frekar en Chelsea. Allavega þá er ég sáttur í dag og mun vera það til enda svo lengi sem þeir spila svona bolta.
Óli Stefán
,,Arsenal besta liðið í heimi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.11.2007 | 14:56
Einn lítill....
Það er gaman að segja frá því að eftir fyrstu æfinguna með nýju liði varð ég að fara og tala við þjálfarann. Þannig er nefnilega mál með vexti að elskan hún Harpa litla systir mín verður bráðum 25ára gömul og ætlar skvísan að halda upp á það með heljarinnar veislu sem verður á föstudag. Þar verður væntanlega boðið upp á einn lítinn, tvo litla, þrjá litla og jafnvel fjóra litla en þó ekki negrastráka heldur ískalda bjóra. Ásmunur þjálfari var nefnilega búinn að setja á æfingu 11.30 á laugardag og ég sá mig knúinn til að láta hann vita af því að eft til vill myndi ég bjóða uppá þessháttar lykt á æfingunni. Þjálfi sagði að það væri nú lítið mál fyrst að ég þyrfti ekki að keyra á æfinguna hehe.
Óli Stefán..... sem á ekki að þurfa að kvitta undir hverja færslu þar sem hann er eini penninn á þessari síðu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.11.2007 | 00:01
Lítur alveg hreint ljómandi vel út
Já maður slapp heill frá fyrstu æfingu með nýju liði. Við mættum 20.30 á fund þar sem Ási þjálfari fór yfir plan vetursins og verð ég að segja að mér líst þræl vel á þetta hjá honum. Við æfum fjórum sinnum í viku plús lyftingar tvisvar. Jólafríið er ekki fyrr en 18.des sem er nú bara í fínu lagi því maður er á þannig aldri að maturinn sem er á boðstólnum á þessum tíma er fljótur að setjast utan á menn. Fríið er síðan til 7.jan og þá fer Reykjavíkur mótið að rúlla.
Fyrsta æfingin var að hætti Kristó aðstoðarþjálfara og fannst mér frekar fyndið að þegar Ási sagði frá því að það væri a la Kristó æfing braust út þessi líka fögnuðurinn. Ég var nátturlega fljótur að átta mig á því að það væri ekkert annað en reitur og spil þannig að ég fagnaði bara með. Svona á fyrstu æfingu með nýju liði þá þýðir ekkert annað en að vera rólegur og kynna sér styrki og veikleika annara leikmanna þannig að ég var í tapliði í kvöld. Þeir sem hafa æft með mér í Grindó vita að það gerist ekki oft en ég var bara rólegur yfir þessu.Á morgun er svo æfing á nýja vellinum fyrir utan Egilshöll kl 18.30. og þá verður ekki að spyrja að því að maður fer beint í sigurliðið.
Þetta virðist bara vera hörkulið sem maður er kominn í því að þarna vorum við 24 mættir á æfingu og margir hverjir alveg hreint ljómandi góðir fótboltamenn. Eins var ég helvíti sáttur með það að mórallinn er eins og maður hafði heyrt um þræl góður. Andri Steinn mér sýnist hann félagi þinn Dabbi Rúnn vera um það bil jafn klikkaður og þú hefur talað um, þá er ég að meina í góðu að sjálfsögðu, þvílíkur snillingur
Óli Stefán
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.11.2007 | 17:10
Fyrsta færslan
Bara svona til þess að koma mér á stað verð ég að rita einhverja vitleysu hér. Ég er búinn að sjá um blogg fyrir Grindavíkurliðið síðasta árið og hefur það gengið bara furðuvel. Allavega eru þeir nokkrir búnir að hvetja mig í að skrifa áfram og tek ég þeirri áskorun hér með. Einn af þeim sem bað mig um að halda þessari vitleysu árfam stakk einnig uppá nafninu 7-an sem hefur verið tengt mér í gegnum tíðina þannig að það á kannski vel við hæfi.
Ég hef semsagt bara verið að blogga um fótboltann síðasta árið og held ég nú að þetta blogg verði að mestu tengdur honum. Þó gæti maður nú tekið uppá því að bulla aðeins um hitt og þetta ef að lítið er að gera.
Eins og áður sagði var ég að spila knattspyrnu með Grindavík og hef gert það nánast allt mitt líf þar til fyrir skemmstu að ég færði mig yfir í Grafavoginn nánar tiltekið í Fjölni. Ég hef ekkert nema gott heyrt um strákana í liðinu þannig að mig hlakkar mikið til þess að mæta á mína fyrstu æfingu sem verður í kvöld.
Þið tveir sem komið til með að kíkja á þetta endilega hendið inn kommentum svo ég líti aðeins út fyrir að eiga vini.
over and out
Óli Stefán
p.s ef þið vissuð það ekki þá held ég með Arsenal í enska boltanum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar