17.1.2008 | 18:06
Alaska
Ég verð alveg að viðurkenna það að þó að ég hafi ákveðið fyrir fjórum árum að flytja í höfuðborgina þá koma nú alltaf tímar sem maður saknar þess að búa í Grindavík, sérstaklega á þetta við á morgnana þegar að maður er að berjast í gegnum umferð dauðans í 20-30 mín. Í Grindavík tók mann um 3 min að fara í vinnu 3 min að fara á æfingu 2 min að fara í búðinu og 5 min að labba á Lukku Láka sem er barinn okkar. Í Reykavík tekur mig ekki langan tíma að fara á æfingu en að fara í skólann tekur þessar 20-30 min á morgnana þegar að umferðin, sem að ég hata, er sem mest en það fyndna er að ég er ekki nema 10 min heim aftur.
Í gær verð ég svo að viðurkenna til baka að ég saknaði þess ekki að búa í ALASKA. Ég hef bara aldrei séð svona mikinn snjó á þeim 28 árum sem að ég bjó þarna. Ég er jafnvel viss um að það hefur ekki snjóað svona mikið samanlagt á þessum 28 árum. Þarna voru menn alveg klukkutíma að koma sér í vinnuna ef ekki lengur. Ég er nokkuð viss um að jafnvel meistari Jankó hefur lent í erfiðleikum með að finna stað til að æfa á. Nú hefur getur Grindavík ekki bara státað sig af mesta vind landsins heldur núna eiga þeir mesta sjó landsins og ef að þessu er blandað saman þá er nú útlitið ekki gott.
Óli Stefán......sem að mundi hvaða dag vikunar taka Alaska fram yfir Keflavík. Er það ekki Rikki?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 17. janúar 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 1211
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar