20.1.2008 | 14:57
Helgin
Í gær spiluðum við Fjölnismenn við Berta sperta og félaga í ÍBV. Leikurinn fór fram í blanka logni og 15 stiga hita í Egilshöllinni. Félagi minn hann Albert Sævars var þarna að spila sinn fyrsta leik fyrir þá hvítklæddu og er óhætt að segja að karlinn hafi rifjað upp gamla takta því drengurinn fór á kostum. Hann varði hvað eftir annað á undraverðan hátt og hélt sínum mönnum inní leiknum því við vorum að mér fannst að yfirspila þá (kannski hlutdrægur en þetta á að vera kalt mat). Eyjapeyjar komust síðan frekar óverðskuldað yfir í einni af þremur sóknum sínum í leiknum og ekki mikið eftir en Dabbi sá til þess að við töpuðum ekki fyrsta leik ársins og fór leikurinn 1-1.
Þegar að þessum leik var lokið kom maður sér bara fyrir í stofunni heima til að horfa á Ísland spila í handboltanum. Ég hef nú ekki endalaust vit á þessari annars ágætu íþróttagrein en mér fannst, þó að við höfðu gegnið frá Slóvökum í fyrri hálfleik, að sóknarleikurinn væri bara lélegur. Mér fannst það sama á móti Svíum en nú var vörnin bara svo svakaleg að við skoruðum endalaust af hraðaupphlaupum. Þegar að þeir náðu að stilla vörnina sína þá vorum við í vandræðum. Vona bara að sóknarleikurinn nái að blómstra í dag á móti Frökkum.
Eftir leik í gær horfði ég á laugardagslögin og var svo sofnaður um 22.00 en það held ég að hafi ekki gerst frá því að ég komst til vits og ára enda var ég vaknaður fyrir allar aldir í morgun.
Óli Stefán...... sem er að reyna að læra Drive með Incubus á gítarinn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 20. janúar 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 1211
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar