14.2.2008 | 16:09
Fótboltaveisla framundan
Nú eru hlutirnir sko að gerast í Reykjavíkurmótinu. Í kvöld kl 19.00 spila Valsmenn við Kringa þar sem við Fjölnismenn grátum það alveg þurrum tárum ef að KR nær stigi/um í móti Val. Fjölnir á svo leik við Leikni kl 21.00 og þann leik þarf einfaldlega að vinna.
Mér skilst að síðustu ár hafi Fjölnir átt í erfiðleikum með "minni" liðin og spilað þeim mun betur á móti betri liðum. Kannast einhver úr Grindavíkinni við þetta?? Þetta er búið að vera vandamál hjá öllum flokkum í fótbolta og það sem meira er þá er þetta vandamál í körfunni í Grindavík líka.
Skiljanlega er maður að fylgjast með enska á fullu þessa dagana enda mínir menn komnir þægilega á toppinn. Mér finnst nú alltaf jafn fyndið þegar að Man utd menn eru að tala um að ungir menn Wengers þoli ekki pressuna og að þeir eigi þessa og þessa leiki eftir. Hvenær ætla þeir að fara að taka Arsenal alvarlega? Þeir verða að fara að gera það áður en það verður of seint og kannski fara að spá meira í sínum leikjum en leikjum minna manna.
Á laugardaginn er svo stóri leikurinn í bikarnum en mínir menn fara þá á old trafford. Ég veit ekki alveg með þennan leik en hann er nú samt ekki tapaður ennþá. væri eitthvað skemmtilegra en að slá þá út úr bikarnum. Eru byssurnar kannski of ungar til að gera tilkall í bikarinn líka??
Óli Stefán..... sem að verður að fara að kynna sér æfingareglur Fjölnismanna því að þær virðast vera flóknari en anskotinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 14. febrúar 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 1211
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar