28.2.2008 | 14:18
Heimaleikir í sumar
Mikið hefur verið rætt um innan hópsins hvar við komum til með að spila næsta sumar. Þrír staðir hafa verið nefndir í þeirri umræðu en það er Laugardagsvöllur, Fjölnisvöllur og svo Egilshöllin. Fjölnisvöllurinn er ekki klár eins og staðan er í dag en á borðinu eru samningar um þetta líka mannvirkið en það tekur sjálfsagt einhver 2-3 ár að verða klárt. Á meðan á að útbúa stæði með sætum í brekkunni á móti íþróttahúsinu. Ekki veit ég nákvæmlega hvað úr verður en mikið svakalega þætti manni súrt ef að það yrði ekki nóg til að geta spilað heimaleikina hér á Fjölnisvellinum.
Ég gæti alveg lifað af með að spila heimaleikina í sumar á Laugardagsvellinum en ég held að það myndi þíða endir á mínum ferli ef að ákveðið yrði að fara með heimaleiki um hásumar inn í Egilshöll. Það er bara ekki það sama að spila á grasi eða á gervigrasi eins og staðan er í dag og sérstaklega ekki eins og það er í Egilshöllinni en það gervigras er úrelt.
Í fjölda ára hafa vellir í efstu deild verið á undanþágu eins og t.d í Árbænum. Hlíðarendi er fyrst núna að verða boðlegur og meira að segja Keflavík er ekki með boðlega aðstöðu fyrir áhorfendur. Uppí á Akranesi er þessi líka fína stúka sem að þeir gerðu fyrir margt löngu síðan en það er nú bara þannig að áhorfendur eru í meirihluta í brekkunum á móti stúkunni og manni sýnist bara fara vel um fólkið þar.
Mér finnst alveg að KSI ætti að gefa félögum, sér í lagi ungum eins og Fjölni, smá tíma til að koma upp aðstöðu og hjálpa til við að finna lausn þó að hún standist ekki alveg æðstu kröfur í bili.
Óli Stefán.....sem er að hata þennan helvítis snjó alla tíð
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 28. febrúar 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 1211
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar