Heimaleikir í sumar

Mikið hefur verið rætt um innan hópsins hvar við komum til með að spila næsta sumar. Þrír staðir hafa verið nefndir í þeirri umræðu en það er Laugardagsvöllur, Fjölnisvöllur og svo Egilshöllin. Fjölnisvöllurinn er ekki klár eins og staðan er í dag en á borðinu eru samningar um þetta líka mannvirkið en það tekur sjálfsagt einhver 2-3 ár að verða klárt. Á meðan á að útbúa stæði með sætum í brekkunni á móti íþróttahúsinu. Ekki veit ég nákvæmlega hvað úr verður en mikið svakalega þætti manni súrt ef að það yrði ekki nóg til að geta spilað heimaleikina hér á Fjölnisvellinum.

Ég gæti alveg lifað af með að spila heimaleikina í sumar á Laugardagsvellinum en ég held að það myndi þíða endir á mínum ferli ef að ákveðið yrði að fara með heimaleiki um hásumar inn í Egilshöll. Það er bara ekki það sama að spila á grasi eða á gervigrasi eins og staðan er í dag og sérstaklega ekki eins og það er í Egilshöllinni en það gervigras er úrelt.

Í fjölda ára hafa vellir í efstu deild verið á undanþágu eins og t.d í Árbænum. Hlíðarendi er fyrst núna að verða boðlegur og meira að segja Keflavík er ekki með boðlega aðstöðu fyrir áhorfendur. Uppí á Akranesi er þessi líka fína stúka sem að þeir gerðu fyrir margt löngu síðan en það er nú bara þannig að áhorfendur eru í meirihluta í brekkunum á móti stúkunni og manni sýnist bara fara vel um fólkið þar. 

img.42[1]

 

 

 

 

 

 

 

 

Mér finnst alveg að KSI ætti að gefa félögum, sér í lagi ungum eins og Fjölni, smá tíma til að koma upp aðstöðu og hjálpa til við að finna lausn þó að hún standist ekki alveg æðstu kröfur í bili.  

 

Óli Stefán.....sem er að hata þennan helvítis snjó alla tíð 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eg  tek undir þessi  orð.

Káramenn  vilja heimaleikina  hvergi annarstaðar enn á  FJÖLNISVELLINUM.

Þetta er  það  ungt  lið að við hljótum að fá  undanþágu. 

Davíð (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband