3.2.2008 | 18:19
Bandið hans Bubba
Ég horfði á þennan þátt í gærkvöldi en ég hafði beðið eftir honum fullur eftirvæntingar í þó nokkurn tíma. Mér fannst þessi þáttur standa vel undir sér og hafði ég gaman af.
Félagi minn og meðspilari hann Eyþór Atli lék þarna stórt hlutverk og stóð pjakkurinn sig með stakri prýði. Sérstaklega var ég ánægður með það að hann tók lag Bubba Englar Alheimsins (Þú veist það núna) en það lag hefur sérstaka þýðingu fyrir mig og hef ég ósjaldan beðið hann um að taka það í hinum og þessum partíum. Það var líka gaman að sjá hann leika hógværa strákinn og fór það honum bara ansi vel.
Átakanlegasti partur þáttarins var þegar að Bubbi heimsótti ungan dreng í vinnuna og ætlaði að fá hann í blús með sér en hann guggnaði af stressi sem er í sjálfu sér alveg skiljanlegt en að láta það síðan út úr sér í viðtali við Unni Birnu að hans uppáhaldslag hafi verið Myndir með Skítamóral.... Púff.
Unnur Birna stóð sig vonum framar en ég hélt að það yrði einmitt hún sem að myndi skemma þetta dæmi. Hún náttúrlega toppaði sig þegar að hún kom því inn þegar að hún datt á sviðinu. Virkilega vel gert hjá henni og er ég nokkuð viss um að hún hafi komið ansi mörgum á óvart.
Upp stendur fínn þáttur þar sem mikið er um kassagítars spil en það er sko alveg grundvöllur fyrir því hér á landi. Ekki laust við smá öfund þegar að sjálfur Bubbi mætir með gítarinn og spilar með. Einhvern veginn held ég að maður eigi ekki eftir að fá þann draum uppfylltan
Óli Stefán.....sem að er að fara að fá sér Ítalskan b.m.t subway
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 3. febrúar 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 1211
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar