Bandið hans Bubba

Ég horfði á þennan þátt í gærkvöldi en ég hafði beðið eftir honum fullur eftirvæntingar í þó nokkurn tíma. Mér fannst þessi þáttur standa vel undir sér og hafði ég gaman af.

Félagi minn og meðspilari hann Eyþór Atli lék þarna stórt hlutverk og stóð pjakkurinn sig með stakri prýði. Sérstaklega var ég ánægður með það að hann tók lag Bubba Englar Alheimsins (Þú veist það núna) en það lag hefur sérstaka þýðingu fyrir mig og hef ég ósjaldan beðið hann um að taka það í hinum og þessum partíum. Það var líka gaman að sjá hann leika hógværa strákinn og fór það honum bara ansi vel.

Átakanlegasti partur þáttarins var þegar að Bubbi heimsótti ungan dreng í vinnuna og ætlaði að fá hann í blús með sér en hann guggnaði af stressi sem er í sjálfu sér alveg skiljanlegt en að láta það síðan út úr sér í viðtali við Unni Birnu að hans uppáhaldslag hafi verið Myndir með Skítamóral.... Púff.

Unnur Birna stóð sig vonum framar en ég hélt að það yrði einmitt hún sem að myndi skemma þetta dæmi. Hún náttúrlega toppaði sig þegar að hún kom því inn þegar að hún datt á sviðinu. Virkilega vel gert hjá henni og er ég nokkuð viss um að hún hafi komið ansi mörgum á óvart.

Upp stendur fínn þáttur þar sem mikið er um kassagítars spil en það er sko alveg grundvöllur fyrir því hér á landi. Ekki laust við smá öfund þegar að sjálfur Bubbi mætir með gítarinn og spilar með. Einhvern veginn held ég að maður eigi ekki eftir að fá þann draum uppfylltan

 

Óli Stefán.....sem að er að fara að fá sér Ítalskan b.m.t subway 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hefðir bara átt að skrá þig í þennan þátt og uppfylla drauminn þar

Ekki að láta eitthvað svona væl  eins og að vera laglaus eða kunna ekki þetta eða hitt lagið á gítar vera að stoppa þig

Bara kíla á þetta, betra að sjá eftir að hafa reynt eitthvað og mistekist heldur en að sjá eftir einhverju sem maður þorði ekki einu sinni að reyna ;) 

Daníel Tryggvi (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 11:26

2 identicon

hehehe. Nei þakka þér fyrir Danni minn. Þá tek ég freka sénsinn á að hitta Bubba bara á förnum vegi, lenda á spjalli við hann þar sem hann ákveður á kíkja í kaffi með gítarinn þar sem hann hafi hvort sem er ekkert annað að gera

7-an (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband