Í sigurlið á ný

Eftir að hafa verið í tapliði síðustu tvær æfingar kom helvíti sætur sigur í dag skautasvellinu fyrir utan Egilshöllina. Þrátt fyrir erfiðar aðsæður náðum við bara bísna góðri æfingu sem endaði eins og áður sagði með sigri minna manna 8-5 og var gamli hafsentinn með tvö. Stoi a.k.a Kristó gerði sér einnig lítið fyrir og setti eitt stykki. Þegar að við erum ekki að hlaupa fyrir æfingar eða lyfta eftir þær þá finnst manni einn og hálfur tími bara rétt upphitun eins og var í dag. Æfingarnar hafa flest allar verið um tvo og hálfan tíma frá því í nóv.

Ég ætlaði í bíó í gær en þá gerðis það í fyrsta skipti frá upphafi að ég fann ekki mynd til að fara á. Þetta er nátturlega bara skelfilegt og endaði ég því á leigunni og tók Mr.Brooks. Ágætis ræma með Kevin Costner í stuði.

 

Óli Stefán......sem að þakkar Gunna Val sérstaklega fyrir leikinn í kvöld. Hann vinnur kannski bara næst 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband