Reykjavíkurbílstjórar

Það er ekkert lítið hvað tíðin er þung þessa dagana. Það er lítið spennandi að fara út á morgnana í skafla sem ná upp að kné og bíllinn á kafi. Maður þarf að standa úti í korter að skafa af bílnum og svo er heljarinnar mál að koma bílnum út af bílastæðinu. Þegar svo í umferðina er komið þá eru allir orðnir svo seinir fyrir að sú litla þolinmæði sem að hugsanlega var fyrir er horfin út um veður og vind.

Í dag ákvað ég að sýna extra þolinmæði í umferðinni og vera kurteis út í eitt. Að launum fékk ég svona 15 flaut á mig og tvö fingur í andlitið. Fólk þolir bara ekki bið í meira en 5 sek og ef það fer yfir þann tíma þá verður það bara að launa með argasta ókurteisi. Þegar að ég ákvað að stoppa til að hleypa bíl inná akreinina sem var ekki að komast áfram því að engin gaf séns þá flautaði bíll á mig og hélt flautinu allan tímann sem að ég var stopp. Ég ákvað að bíða og sjá hver það var sem var svona rosalega dónalegur því þarna var ég farinn að sjá fyrir mér 18-19 ára töffara á sportara en þegar að ég sá að þetta var kona á miðjum aldri með 2 börn í bílnum datt af mér andlitið.

Eftir að hafa verið þáttakandi í umferð Reykjavíkurborgar í 3 ár hef ég komist að þeirri niðurstöðu að 80% af bílstjórum eru vitleysingar. Þeir hafa enga þolinmæði, enga tillitsemi, sýna enga miskunn og enga kurteisi. Þessi 80% gefa í þegar að maður gefur stefnuljós til að komast á aðra akrein til að maður sé ekki fyrir framan hann. Þessi 80% hanga á vinstri akrein og loka því á alla umferð fyrir aftan sig. Þessi 80% flauta á okkur hin sem sýnum tillitsemi því að þau hafa ekki efni á að missa 5 sek úr lífinu í góðverk.

Óli Stefán......sem að heldur því fram að bestu bílstjóranir koma utan höfuðborgarsvæðisins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband