Hvítlauks matarboð

Ég ákvað í gær að bjóða Eyþóri Atla í mat fyrir æfingu hjá okkur Fjölnismönnum. Í matinn bauð ég uppa hvítlaukspasta þar sem ég setti saman við pasta papriku, lauk, pulsubita, pepporoni og skinku. Ég útbjó síðan hvítlaukssósu sem ég blandaði í allt gumsið og endaði á því að setja hvítlauksbrauð í ofninn til að hafa með pastanu. Í eftirrétt hafði ég EAS megaburner drykk. Maturinn var c.a klukkutíma fyrir æfingu sem að venjulega dugir mér alveg en í gær gerði það það svo sannarlega ekki. Um leið og við byrjuðum að hreyfa okkur þá fór allt á fullt í maganum og upp komu þessi líka ropin. Þessum ropum fylgdi svo viðeigandi hvítlaukslykt sem angaði alveg um Egilshöllina alla æfinguna. Hvort að það sé ástæðan fyrir stórleik okkar beggja á æfingunni eða ekki skal ósagt látið.

Þegar að við settumst svo í betri stofuna eftir matinn og helltum í okkur megaburnernum tókum við nátttúrlega aðeins í gítarinn. Það sem við eigum sameiginlegt við Eyþór fyrir utan það að vera í besta og fallegasta liði landsins er að við höfum mjög svipaðan tónlistasmekk. Eyþór spilaði nefnilega lag sem er síðan búið að vera fast í kollinum á mér í allan dag en það er lagið to love sombody sem að Bee Gees gerðu ódauðlegt. Eyþór tók það hins vegar í útgáfu Ray Lamontagne og Dimen Rice. Spurning hvort að Bubbi hefði ekki tekið vel á móti þessu Eyþór????

 

Óli Stefán.....sem getur ekki beðið eftir því að rifja upp gömul slagsmál milli sín og Grétars Hjartarssonar á morgun þegar að við spilum við KR 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Klárlega að bubbi hefði fallið kylliflatur!! Hann hefði líklegast blotnað yfir Jolene með Ray vini mínum!! En ég þakka kærlega fyrir mig, Einsi er líklegast ennþá að ná bragðinu og lyktinni af sér, hann fékk nú aðeins að smakka á þessu á æfingu ;)

eyjobro (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 20:26

2 identicon

ték bara betur á þér í sumar óli ;)

gresco (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 20:54

3 identicon

Já Gresco við bíðum með þetta þangað til í sumar. Ég náði þér aldrei þú varst útum allt þarna. Svo fór þetta heldur ekkert að ganga hjá ykkur fyrr en karlinn kom inn

7-an (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 21:19

4 identicon

Til hamingju með niðurlæginguna á KR, vona að þkið haldið þessu áfram fram á sumar og gott betur enn það.

 Alltaf gaman að sjá KR tapa leikjum sama í hvaða íþróttagrein það er ;)

Daníel Tryggvi (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 11:29

5 identicon

Dimien Rice er bara flottastur.  Og snilldar sigur á KR. Alltaf hlakkar í manni þegar KR tapar

Petra Rós (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband