Herþjálfun

Já það er ekki tekið út með sældinni að vera knattspyrnumaður í dag. Núna eru 9gráður í mínus og völlurinn sem við erum yfirleitt á ófær í orðsins fyllstu merkingu. Fyrir þjálfara er því upplagt að skella á ógeðisæfingum og er Ásmundur engin undartekning þar á. Karlinn ætlar að hafa æfingu frá helvíti á morgun þar sem við fáum að hlaupa úr okkur lungun áður en við förum inn í herþjálfun. Eftir herþjálfunina á svo að fara inn í lyftingar.

Þeir sem hafa æft með mér í gegnum tíðina vita væntanlega að þetta er ekki uppáhaldið mitt en auðvitað gerir maður sér grein fyrir því að þetta er nauðsynlegt til að vera í standi þegar flautað verður á fyrsta leik. Við erum búnir að æfa vel og því ekkert skrítið að það fari nú að sjást árangur af þessu öllu saman. Í lyftingunum mældum við max í nokkrum æfingum áður en byrjuðum fyrst og eru nú rúmir 2 mánuðir síðan. Núna finnum við nú flestir að við erum að ná yfir það sem við gátum fyrst þannig að eitthvað erum við að gera rétt. Nú það er kannski rétt að það fylgi að pjakkurinn er kominn í 82kg eftir að hafa verið rúm 86 í byrjun enda er Gunni Valur alltaf að tala um hvað hann vildi vera með svona six pack eins og er komið á mig.

Ég verð að lokum að skella einum helvíti góðum sem ég las á netinu í gær svona til að létta mönnum lundina fyrir actionið á morgun.

Hjón nokkur eru á mjög fínu veitingahúsi að borða þegar allt í einu birtist gullfalleg stúlka við borðið þeirra og gefur manninum svakalegan koss, beint á munninn, segist ætla að hitta hann seinna og hverfur jafn skyndilega og hún birtist.

Konan hans starir á hann og segir: "Hver í veröldinni var þetta??"

"Ó, þessi ? Þetta var viðhaldið mitt, " segir hann rólegur.

"Jæja já !! Þetta fyllir mælinn. Ég heimta skilnað."

"Ég get skilið það," svaraði eiginmaðurinn, "en mundu eitt, ef við skiljum þá þýðir það að þú ferð ekki fleiri verslunarferðir til Parísar, ekki fleiri vetrarferðir til Barbados, ekki fleiri sumarferðir til Toscana og það verða ekki lengur BMW og Porsche í bílskúrnum þínum.

Þú missir klúbbskírteinið í skútuklúbbnum og þú þarft ekki mæta meira í golf,

en ákvörðunin er þín."

Í þessu  kemur sameiginlegur vinur þeirra inn á veitingahúsið með stórglæsilega stúlku uppá arminn.

"Hver er þessi kona með Svenna?" spyr konan.

"Þetta er viðhaldið hans, " svarar eiginmaðurinn.

Þá segir konan: "Okkar er sætari!"

 

Óli Stefán......sem að er að fara á kostum í eldhúsinu 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enda er ekki annað hægt en að dást að maga"vöðvunum" þínum síðustu daga, það er farið að glitta í naflan og appelsínuhúðin er að mestu horfin ;)
Sjáumst eiturhressir í helvíti í kvöld

Gunni Valur (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband