Munnharpa

Ég lenti í smá partí um jólin fyrir austan hjá Sindra félaga mínum. Ég hjó eftir því fljótlega eftir að við komum inn að þar var allt fullt af hljóðfærum meðal annars munnhörpur af öllum stærðum og gerðum. Ég auðvitað spurði Sindra hvort að hann spilaði á munnhörpu en hann tjáði mér að faðir hans ætti þetta og þætti fátt skemmtilegra en að spila á þetta hljóðfæri. Fyrr á þessu ári keypti ég mér blúshörpu og kennslugögn til að læra og gekk það ótrúlega vel í svona 2 vikur en þá lagði ég hana á hilluna sem að auðvitað er hálf skömmustulegt en það er ástæða fyrir ást minni á þessu hljóðfæri. Seinna um kvöldið þegar ég var kominn með þennan líka fína gítar í hendurnar þá kom pabbi Sindra heim og auðvitað réðist ég á hann um leið og fékk hann til að spila með okkur. Það er ekki laust við að karlinn hafi slegið í gegn við lag Bubba Afgan sem að hann by the way hafði aldrei heyrt áður. Hér er hægt að sjá brot úr spilinu okkar og hér með söng sem er ekki okkar sterka hlið....

 

Óli Stefán.......sem að er guðs lifandi feginn að þurfa ekki að æfa í dag 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt frændi...snilldar hljóðfæri og þykir mér fátt skemmtilegra en að spila á munnhörpuna með gítarnum...og Afgan er einmitt oft valið við slíkt tilefni:)

Nonni (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband