U2

Ég hef frá því að ég var 11ára gutti í Grunnskóla Grindavíkur verið harður aðdáandi þessarar miklu hljómsveitar sem U2 er. Ég man svo nákvæmlega af hverju ég byrjaði að hlusta á þá í kassettutækinu sem ég átti en sá sem kom mér til að hlusta á þá var engin annar en Jón Gauti Dagbjartsson. Hann var að spila þetta heima hjá sér þegar að ég var í heimsókn hjá Sibba bróður hans og tók okkur í smá kennslustund um rokkið. Frá þeirri stund hef ég elskað þessa Írsku djöfla.

Lagalisti U2 er ótrúlegur og það er nánast alveg sama hvað þeir gera nú til dags þetta verður allt að gulli. Þeir eru fyrir löngu búnir að slátra Bítlunum og Roling Stones en fyrir utan það að vera frábærir tónlistamenn þá eru þeir talsmenn góðra málefna og láta gott af sér leiða. Bono hefur t.d verið valinn maður ársins fyrir baráttu sína fyrir fátæk ríki.

Í dag er ég að reyna að ná eitthvað af þessum lögum á gítarinn og gengur það svona svona því þau eru eins og flest lög miserfið. Það lag sem ég held mest uppá núna er lagið In a little while enda er ég alveg við það að ná því á gítarinn en ég ætla ekki einu sinni að gera tilraun á að syngja það.....

 

Óli Stefán......sem er að vonast til þess að Helga, Danni og strákarnir fái Arsenalsigur í kvöld fyrst þau eru nú á vellinum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband