Samanburður leikmanna

Nú í haust skipti ég um lið eftir mjög svo langa veru í Grindavík. Eins og gengur þá lærir maður margt nýtt og kynnist fullt af nýjum andlitum við svona breytingar. Í Grindavík er mikið samansafn af allskonar höfðingjum og átti ég satt að segja ekki von á því að það væru jafn mikið af snillingum í Fjölni eða bara hvaða klúbb sem er eins og í Grindavík. Eftir að hafa verið í kringum þessa stráka hér í Grafarvogi undanfarna mánuði sé ég að það eru margar týpur sem eru mjög líkar þeim í Grindavík. Svo að menn skilji nokkurnveginn hvað ég er að fara þá skal ég koma með smá samanburð.

Fyrst ber að nefna Ólaf Pál Fjölnismann en hann er drengur góður og mikill snyrtipinni sem er fljótur að láta í sér heyra ef að einhver í liðinu er ekki klæddur að hans skapi. Hver gæti verið svona í Grindavík? Jú hann Ray Anthony Jónsson ern nákvæmlega sami gaurinn. Hann gagnrýnir það að menn klæði sig í vitlausri röð þ.e ef menn slysast til að fara í sokkana á undan brókinni.

Næstur er það hinn öflugi kantari hann Tómas Leifsson Helgasonar (Pabbi hans þjálfaði Reyni Sandgerði hér áður og þekkja hann margir út Grindavík) Tommi er feimna týpan sem kemur með endalausa gullmola á hárréttum tíma. Við vorum með einn í Grindó sem að er svo líkur honum að það er fáránlegt en það er Óskar Hauks. Það eru bara nákvæmlega sömu taktar í gangi hjá þeim og svo eru þeir ekkert svakalega ólíkir leikmenn heldur.

Gunnar Valur heitir bakvörður okkar Fjölnismanna. Gunni er gríðarlegur keppnismaður og þolir ekki að tapa. Hann hikar ekkert við að láta menn heyra það og kemur þá allskonar vitleysa út úr honum. Ef að einhver gerir eitthvað inná vellinum sem honum finnst vera á hans kostnað þá launar hann manni lambið gráa......tífalt. Í Grindavík er drengur sem við könnumst nú all flestir vel við enda gull af manni.....eða þangað til maður hefur gert eitthvað á hans kostnað á vellinum þá breytist hann í HANK. Ég er auðvitað að tala um snillinginn Eystein "Steve Bruse" Hauksson. Þessir snillingar fara meira að segja báðir í sokkana á undan brókinni.

Gunnar Már er enn einn snillingurinn. Hann er tröll að vexti og er einn af þeim sem er með það á hreinu að dómararnir leggi hann bara fyrir. Hann vill meina að dómararnir haldi fundi þar sem lagt er á ráðin að taka hann fyrir með öllum ráðum. Þekkið þið einhvern svona í Grindavík? Sá talar allavega mikið um það sjálfur að vera norðantröll og nokkrum sinnum hefur hann talað um þessa dómarafundi nema þá séu þeir að ræða um hvernig eigi að koma honum úr íþróttinni, slík er dómgæslan honum í óhag. Auðvitað er þetta Orri Hjaltalín Sómasamloku prins

Jankó á fáa sér líka hér á landi. Hann er brandarakarl mikill og finnst ekkert skemmtilegra en að segja góða brandara eða sögur. Eins og svo margir brandarakarlar eiga þeir svolítið erfitt að verða fyrir barðinu sjálfir. Einn er svona hér hjá okkur í Fjölni og er hann meira að segja þjálfari líka en það er aðstoðarþjálfarinn hann Kristófer Sigurgeirsson.

Það eru fleiri sem ég á eftir að telja upp og geri það á næstu dögum. Ég á t.d eftir að nefna hver er Jói Helga okkar Fjölnismanna og svo Davíð Þór Grindvíkinga en þar er úr vöndu að velja.

 

Óli Stefán.....sem að reyndist sannspár með mótherja Arsenalmanna í bikarnum 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér hefur nú alltaf fundist ég líkari Scotty, frekar nettur í holdum, eitraðan vinstri fót og skilst ekkert sem ég segi.

Stoi (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 11:22

2 identicon

Það er nú ekki skömmustulegt að vera líkt við Jankó skal ég segja þér. Spurðu bara Eyþór

7-an (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband