Hvítlauks matarboð

Ég ákvað í gær að bjóða Eyþóri Atla í mat fyrir æfingu hjá okkur Fjölnismönnum. Í matinn bauð ég uppa hvítlaukspasta þar sem ég setti saman við pasta papriku, lauk, pulsubita, pepporoni og skinku. Ég útbjó síðan hvítlaukssósu sem ég blandaði í allt gumsið og endaði á því að setja hvítlauksbrauð í ofninn til að hafa með pastanu. Í eftirrétt hafði ég EAS megaburner drykk. Maturinn var c.a klukkutíma fyrir æfingu sem að venjulega dugir mér alveg en í gær gerði það það svo sannarlega ekki. Um leið og við byrjuðum að hreyfa okkur þá fór allt á fullt í maganum og upp komu þessi líka ropin. Þessum ropum fylgdi svo viðeigandi hvítlaukslykt sem angaði alveg um Egilshöllina alla æfinguna. Hvort að það sé ástæðan fyrir stórleik okkar beggja á æfingunni eða ekki skal ósagt látið.

Þegar að við settumst svo í betri stofuna eftir matinn og helltum í okkur megaburnernum tókum við nátttúrlega aðeins í gítarinn. Það sem við eigum sameiginlegt við Eyþór fyrir utan það að vera í besta og fallegasta liði landsins er að við höfum mjög svipaðan tónlistasmekk. Eyþór spilaði nefnilega lag sem er síðan búið að vera fast í kollinum á mér í allan dag en það er lagið to love sombody sem að Bee Gees gerðu ódauðlegt. Eyþór tók það hins vegar í útgáfu Ray Lamontagne og Dimen Rice. Spurning hvort að Bubbi hefði ekki tekið vel á móti þessu Eyþór????

 

Óli Stefán.....sem getur ekki beðið eftir því að rifja upp gömul slagsmál milli sín og Grétars Hjartarssonar á morgun þegar að við spilum við KR 


Bloggfærslur 8. febrúar 2008

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband