8.2.2008 | 22:53
Hvítlauks matarboð
Ég ákvað í gær að bjóða Eyþóri Atla í mat fyrir æfingu hjá okkur Fjölnismönnum. Í matinn bauð ég uppa hvítlaukspasta þar sem ég setti saman við pasta papriku, lauk, pulsubita, pepporoni og skinku. Ég útbjó síðan hvítlaukssósu sem ég blandaði í allt gumsið og endaði á því að setja hvítlauksbrauð í ofninn til að hafa með pastanu. Í eftirrétt hafði ég EAS megaburner drykk. Maturinn var c.a klukkutíma fyrir æfingu sem að venjulega dugir mér alveg en í gær gerði það það svo sannarlega ekki. Um leið og við byrjuðum að hreyfa okkur þá fór allt á fullt í maganum og upp komu þessi líka ropin. Þessum ropum fylgdi svo viðeigandi hvítlaukslykt sem angaði alveg um Egilshöllina alla æfinguna. Hvort að það sé ástæðan fyrir stórleik okkar beggja á æfingunni eða ekki skal ósagt látið.
Þegar að við settumst svo í betri stofuna eftir matinn og helltum í okkur megaburnernum tókum við nátttúrlega aðeins í gítarinn. Það sem við eigum sameiginlegt við Eyþór fyrir utan það að vera í besta og fallegasta liði landsins er að við höfum mjög svipaðan tónlistasmekk. Eyþór spilaði nefnilega lag sem er síðan búið að vera fast í kollinum á mér í allan dag en það er lagið to love sombody sem að Bee Gees gerðu ódauðlegt. Eyþór tók það hins vegar í útgáfu Ray Lamontagne og Dimen Rice. Spurning hvort að Bubbi hefði ekki tekið vel á móti þessu Eyþór????
Óli Stefán.....sem getur ekki beðið eftir því að rifja upp gömul slagsmál milli sín og Grétars Hjartarssonar á morgun þegar að við spilum við KR
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggfærslur 8. febrúar 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 1211
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar