2.3.2008 | 23:57
Reynsluleysi
Annar leikur okkar í Lengjubikarnum var við KR núna í kvöld. Ég held að hver einasti kjaftur hafi nú gert sér grein fyrir því að þeir myndu koma brjálaðir eftir leik okkar við þá í Reykjavíkurmótinu nú fyrir skömmu. Mér fannst við gefa aðeins eftir fljótlega í leiknum og KRingar stjórnuðu leiknum til að byrja með en þegar að líða tók á hálfleikinn var þetta nokkurnvegin komið, plús það að verða einum fleiri. Við förum með 1-0 inn í hálfleik og 11 leikmenn á móti 10. Í þannig stöðu þarf að halda aga á liðinu og skipulagið verður að halda. Til að gera langa sögu stutta töpum við seinni hálfleik 3-1 og lokatölur því 3-2.
Það hafa sjálfsagt flestir okkar manna skoðun á því hvað fór úrskeiðis hjá okkur í dag með unninn leik í höndunum. Ég er á því að ákveðið reynsluleysi hafi orðið okkur að falli og talning í varnarleik okkar því klikkað. Við erum með þannig lið að við getum refsað öllum liðum á landinu en til þess að vinna þurfum við meiri aga og skipulag á varnarleik liðsins frá fremsta manni til þess aftasta.
Ég var svona að lokum að spá í hvort að við markahæstu mennirnir í liðinu ættum ekki að hittast og gera eitthvað sniðugt. Væri gaman að fara með golfsettið uppí bása og taka nokkur högg til að liðka sveifluna fyrir Portúgalsferðina þar sem við gætum hugsanlega fengið frídag til að taka golfhring á meðan þeir sem hafa ekkert verið að skora taka skotæfingu. Hvað segið þið um það? Óli Palli og þið sem eigið eftir að komast á blað, ekki gefast upp því þetta hlýtur að fara að koma hjá ykkur líka
Óli Stefán.....sem að verður með Dabba Rúnn í herbergi í æfingaferðinni. Ásmundur er víst hæst ánægður með að fá svona ábyrgan mann til að hafa hemil á Skagfirðingnum knáa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 2. mars 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 1211
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar