12.4.2008 | 20:46
Það kom að því að við duttum í stuð
Já mikið var gaman að koma til Grindavíkur í dag. Þvílík stemmning og þvílík gleði þegar að mínir menn slátruðu Snæfell í þriðju viðureign liðanna og staðan því 2-1 og allt opið uppá gátt. Það var eins og við manninn mælt að þegar að Helgi eða Lalli fóru í gang þá vinnum við. Vörnin var frábær og þó að stórir fiskar eins og Jamal og Igor væru í villuvandræðum þá þéttum við okkur bara betur saman og í raun aldrei spurning hvort liðið vildi þetta meira í dag. Á mánudag er það útileikur og með leik í líkingu við þennan þá fáum við oddaleik og klárt að við förum alla leið.
Við Skúli fúli fórum saman í ómskoðun í gær og fékk maður bara flottar fréttir því maður er ekki rifinn. Karlinn þarf samt aðeins að hvíla og er það því væntanlega sjúkraþjálfun og ræktin næstu vikuna. Maður verður bara að sætta sig við það að maður er ekki þrítugur lengur.
Ég get ekki annað en komið aðeins inná leikinn við United á morgun og vil ég bara segja það að það er klárt mál að mínir menn vinna með allavega tveimur mörkum og ætla ég að segja 1-4. Já Siggi Þór ég segi það og skrifa 1-4 takk fyrir túkall ;)
Óli Stefán.......sem að spáir Grindavík í úrslit á móti Keflavík.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 12. apríl 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar