15 dagar til "jóla"

Já það styttist óðum í Íslandsmótið góða. Manni líður eins og krakka að telja niður til jóla. Ég á von á því að þetta Íslandsmót verði með því betra frá upphafi. Í ár eru óvenjumargir kandídatar á titilinn en fyrir utan Val og FH gætu komið lið eins og KR, Breiðablik, Fylkir og ÍA. Fram hefur verið að spila sannfærandi í vetur og gætu þess vegna verið ofarlega. Mitt lið fer inní mótið sem spurningamerk og ekkert óeðlilegt við það að menn reikni með okkur við botninn en þar á baráttan eftir að verða hörð líka.

Í ár er eins og flestir vita búið að fjölga í deildinni og verður þetta 12 liða barátta. Ég spilaði síðasta sumar í fyrstu deildinni í 12 liða deild og er þetta miklu skemmtilegra fyrirkomulag en ég hafði reyndar rosalega gaman að því að spila við lið sem ég hafði ekki spilað við áður og farið á staði sem ég hafði ekki komið til áður.

Þriðja umferð verður frekar sérstök fyrir mig. Ég er þá í fyrsta skipti að fara að spila á móti Grindavík í Grindavík en á þeim velli hefur maður átt sínar bestu stundir. Maður hefur spilað þar nokkuð marga leiki og sigrarnir töluvert fleiri en töpin. Ég sá á einhverjum netmiðli á dögunum að þessum leik verður sjónvarpað enda örugglega hörku leikur tveggja liða sem fara inn í þetta mót sem óskrifað blað.  

Hér í Grafarvogi finnur maður að það er að myndast hörku stemmning og á eftir verður fundur með stuðningsmönnum í Egilshöllinni. Þar á að kynna leikmenn ásamt því að Ási og Kristó fara yfir veturinn og það sem framundan er. Við erum komnir með hörku meistaraflokksráð með Eggert Skúlason í broddi fylkingar og nú standa yfir framkvæmdir á vellinum þar sem eiga að koma sæti áhorfendur. Við Fjölnismenn erum því að verða klárir í stærsta bardaga félagsins til þessa.

Óli Stefán.......sem sem vill minna Dabba Rú og Óla Palla á það að gamli hefur ekki verið í tapliði síðan fyrir Portúgalsferðina góðu. 


Bloggfærslur 25. apríl 2008

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband