Roling Stones Shine a light

Ég hef alla tíð haft gríðarlegan áhuga á tónlist og þá sér í lagi tónlist frá tíma þegar að Bítlarnir og Stones komu fram tímanum eftir það. Ég á sjálfsagt föður mínum það að þakka enda mikill tónlistarspekúlant þar á ferð. Ég hef klárlega verið með Bítlana, Stones og The Dors ásamt öllum þeim snillingum sem voru í gangi þá í botni í móðurkviði. Það leið ekki sá dagur að annaðhvort karlinn væri með einhverja plötuna í gangi eða spilandi sjálfur á gítarinn þegar að maður svo ólst upp þannig að á unglingsárum mínum voru þetta hljómsveitirnar sem maður hlustaði á og geri enn þann dag í dag.

Á dögunum skelltum við feðgarnir okkur svo í bíó á myndina Shine A Light sem er tónleika mynd Roling Stones eftir meistara Martin Scorsese. Þarna er áhorfendanum sýnt alvöru tónleika með alvöru hljómsveit. Við erum að tala um útúrlifaða gamlingja sem eru langt gengnir í sjötugt þó að það sjáist hvergi nærri á frammistöðu þeirra. Þvílíkur kraftur í þessum töffurum og þvílík orka. Mick Jagger er gjörsamlega á fullu allan tímann og þó að maður haldi að Keith Richards sé að gefa upp öndina í hverju lagi þá virðist hann aldrei hafa verið betri. Þeir fá síðan listamenn úr öllum áttum og Jagger er meðal annars að slátra gyðjunni Cristinu Aguileru í kynþokka þarna.

Við feðgarnir létum vel um okkur fara í lúxussal og á köflum fannst maður maður bara vera upp við sviðið þarna í Boston slík var stemmningin. Það er allavega klárt að þarna var maður að ná einhverskonar broti af upplifun sem fylgir því að fara á tónleika með stærstu hljómsveit allra tíma.

Óli Stefán......sem er með Sympathy for the devil í botni núna 


Bloggfærslur 27. apríl 2008

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband