10.5.2008 | 11:19
Þá er loksins komið að því
Í dag spilar Fjölnir sinn fyrsta leik í efstu deild þegar að við mætum Þrótti úr Reykjavík á Valbjarnarvelli kl 14.00. Leikir þessara liða hafa víst verið stórbrotnir í gegnum tíðina og báðir leikir síðasta árs frábær skemmtun með mikilli dramatík. Stemmningin hér í Grafarvogi er mikil og má búast við fjölmenni í Laugardalnum.
Fjölnir sem er án efa yngsta lið deildarinnar hefur náð eftirteknaverðum árangri síðustu ár og eru núna að uppskera laun erfiðisins og spila á stóra sviðinu í ár. Það er stórkostlegur heiður að fá að taka þátt í þessum merka áfanga og þar með skrifa nafn mitt í sögubækur Fjölnis. Mín spá er að innan fárra ára verður þessi klúbbur risi íslenskra knattspyrnu. Í ár er fyrsta skrefið tekið í þá átt og eru væntingar því stilltar í hóf. Að halda sér meðal þeirra bestu er það sem menn ætla sér og allt umfram það verður bónus.
Ég vona að Grafarvogsbúar taki sem flestir þátt í þessu með okkur því það er ljóst að leikmenn, þjálfarar og stjórn ætla að skemmta sér vel í sumar og eins og áður sagði byrja herlegheitin í dag kl 14.00
Óli Stefán.....sem er búinn að pússa markaskóna
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggfærslur 10. maí 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar