Þá er loksins komið að því

Í dag spilar Fjölnir sinn fyrsta leik í efstu deild þegar að við mætum Þrótti úr Reykjavík á Valbjarnarvelli kl 14.00. Leikir þessara liða hafa víst verið stórbrotnir í gegnum tíðina og báðir leikir síðasta árs frábær skemmtun með mikilli dramatík. Stemmningin hér í Grafarvogi er mikil og má búast við fjölmenni í Laugardalnum.

Fjölnir sem er án efa yngsta lið deildarinnar hefur náð eftirteknaverðum árangri síðustu ár og eru núna að uppskera laun erfiðisins og spila á stóra sviðinu í ár. Það er stórkostlegur heiður að fá að taka þátt í þessum merka áfanga og þar með skrifa nafn mitt í sögubækur Fjölnis. Mín spá er að innan fárra ára verður þessi klúbbur risi íslenskra knattspyrnu. Í ár er fyrsta skrefið tekið í þá átt og eru væntingar því stilltar í hóf. Að halda sér meðal þeirra bestu er það sem menn ætla sér og allt umfram það verður bónus.

Ég vona að Grafarvogsbúar taki sem flestir þátt í þessu með okkur því það er ljóst að leikmenn, þjálfarar og stjórn ætla að skemmta sér vel í sumar og eins og áður sagði byrja herlegheitin í dag kl 14.00

 

Óli Stefán.....sem er búinn að pússa markaskóna  


Bloggfærslur 10. maí 2008

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband