Opnunarleikur

Við eigum næsta leika okkar á nýjum og glæsilegum velli þeirra Valsmanna. Mér skilst að það verði heljarinnar hátíð fyrir leikinn og leikurinn sjálfur svo hápunkturinn. Valur hefur ekki startað mótið eins og þeir hefðu kosið og koma því sjálfsagt eins og grenjandi ljón í leikinn og ætla sér að sprengja þessa Fjölnisblöðru strax. Auðvitað ætlum við að selja okkur dýrt og láta þá rauðu hafa aðeins fyrir hlutunum. Við erum núna að fara í okkar þriðja útileik af fjórum og væri auðvitað glæsilegt að komast taplausir í gegnum þá. Við höfum bara svo svakalega gaman af því sem við erum að gera og njótum augnabliksins í botn.

Ef að ég þekki Káramenn rétt, sem ég tel mig gera núorðið, þá eiga þeir eftir að standa sig eins og þeir hafa gert í öllum leikjum okkar hingað til. Þeir eiga s eftir að eigna sér stúkuna rauðu og láta söngvana óma um Öskjuhlíðina.

Ekki það að manni hlakki óhemju mikið til leiksinsþá bíður maður spenntur eftir orði dagsins hjá Kristó. Fyrstu viðtalsorðin voru "moldvarpa" og "gormur" og mér skilst að það hafi bara verið upphitun því næsta orð á að vera krefjandi 

Óli Stefán......sem vonar að Frikki sæti eigi eftir að standa sig annað kvöld í Belgrad 


Bloggfærslur 23. maí 2008

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband