12.11.2007 | 17:10
Fyrsta færslan
Bara svona til þess að koma mér á stað verð ég að rita einhverja vitleysu hér. Ég er búinn að sjá um blogg fyrir Grindavíkurliðið síðasta árið og hefur það gengið bara furðuvel. Allavega eru þeir nokkrir búnir að hvetja mig í að skrifa áfram og tek ég þeirri áskorun hér með. Einn af þeim sem bað mig um að halda þessari vitleysu árfam stakk einnig uppá nafninu 7-an sem hefur verið tengt mér í gegnum tíðina þannig að það á kannski vel við hæfi.
Ég hef semsagt bara verið að blogga um fótboltann síðasta árið og held ég nú að þetta blogg verði að mestu tengdur honum. Þó gæti maður nú tekið uppá því að bulla aðeins um hitt og þetta ef að lítið er að gera.
Eins og áður sagði var ég að spila knattspyrnu með Grindavík og hef gert það nánast allt mitt líf þar til fyrir skemmstu að ég færði mig yfir í Grafavoginn nánar tiltekið í Fjölni. Ég hef ekkert nema gott heyrt um strákana í liðinu þannig að mig hlakkar mikið til þess að mæta á mína fyrstu æfingu sem verður í kvöld.
Þið tveir sem komið til með að kíkja á þetta endilega hendið inn kommentum svo ég líti aðeins út fyrir að eiga vini.
over and out
Óli Stefán
p.s ef þið vissuð það ekki þá held ég með Arsenal í enska boltanum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll frændi, gaman að sjá að þú hefur ákveðið að halda áfram skrifunum. Leiðinlegt að missa þig en auðvitað óska ég þér velfarnaðar í átökunum á næstu leiktíð;).
Kv. Jón Ágúst
Nonni (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 20:02
"Hello, hello, we are the Busby boys; Hello, hello, we are the Busby boys; And if you are a City fan surrender or you'll die; We all follow United." Gangi þér vel pungur..
Siggi Birgis (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 20:10
flott síða hja þér kall;) gaman að fylgjast með þér hérna
Denni (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 20:57
arsenal eru hommar
undra stei.... (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 23:25
Eitt að hætta í UMFG en að halda með asenal en ekki LIVERPOOL er illskiljanlegt.
p.s. gangi þér vel í sveitinni
önni (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 23:53
Þú nátturlega skilur það þessa dagana Önni. Ég er svo ógeðslega ánægður með spilamennsku minna manna að mér væri nánast sama þó þeir væru í 10. sæti. En auðvitað er ekki hægt annað en að vera á toppnum með svona skemmtilegt lið í höndunum.
Óli Stefán Flóventsson, 13.11.2007 kl. 00:06
Velkominn í siðmenninguna Óli og vonandi verður þú Fjölni til framdráttar, núna þegar þú ert búinn að koma Grindó pindó í 1. deild.
Áfram KR og Liverpool.
Ragna (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 00:36
Jæja Óli loksins kominn í alvöru fótboltafélag hehe hefði nú viljað sjáþig i Fram og svo auðvitað heldurðu með alvöru fótboltaliði í enska
Áslaug (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 00:44
I will be watching you man.........
Hammerinn (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 14:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.