7.12.2007 | 22:37
7.desember 2007
Takk kærlega fyrir afmæliskveðjurnar þið yndislega fólk sem munduð eftir mér. Þið hin getið bara étið það sem úti frýs. Þessi dagur er svosem ekkert merkilegri en aðrir dagar og er í raun svolítið asnalegt að halda upp á afmæli þegar maður er kominn yfir þrítugt því það gerir manni ekkert annað en að minna mann á hversu óhuggnalega gamall maður er orðinn. Ég er t.d í dag jafn gamall og mamma og pabbi voru þegar við fluttum til Noregs 1987 þá var ég 12 ára gamall. Ég er í dag fimm árum eldri en Janis Joplin, Jim Morrison og Jimmy Hendrix voru þegar að þau dóu. Ég er í dag 17 árum eldri en yngsti leikmaður mfl Fjölnis. Ég er í dag á sama aldri og Hjálmar Hallgrímsson, idolið mitt, var þegar að hann hætti í fótbolta. Þessar tölur tala sínu máli en þó er margt jákvætt við það að vera 32ja. T.d er ég þremur árum á eftir Gunna frænda sem er 35 ára(og bauð hann mér EKKI í afmælið sitt) Í dag er ég jafn gamall og Jankó var þegar hann kom hingað til lands í atvinnumennsku. Í dag er ég á sama aldri og Samuel L. Jackson var á þegar hann fékk aðeins hlutverk í auglýsingum.
Óli Stefán.....sem er það ungur ennþá að þetta dagatal gleður hans hjarta. Veljið dag til að fá jólasveina dans
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já...gaman að þessu hjá þér gamli;).....en sammála þér með jónólaf hrikalega skemmtilegt...gaman að nefna það að jólasveinabúningurinn er í eigu karls föður míns:D(stoltur)...en já...gaman að fylgjast með þessu bloggi hjá þér frændi og ég bið að heilsa Ása frænda;D
Nonni (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 23:33
Takk fyrir það frændi. Mér finnst skemmtilegast að sjá hann dansa 5.desember. Endilega kannið það
Óli Stefán Flóventsson, 8.12.2007 kl. 00:45
haha þetta jóladagatal er algjör snilld. :o)
...og já til hamingju með afmælið í gær...ætla samt ekki að éta það sem úti frýs!! híhí ;o)
Melkorka (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 15:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.