Gítarklúbburinn Cisero

Við vorum nokkrir drengir út Grindavíkinni sem stofnuðum á sínum tíma þennan snilldar gítarklúbb. Hugmyndin var að koma með mótsvar kvenna við saumaklúbbum sem allar konur virðast vera í. Munurinn á okkar klúbb er sá að við mætum með gítar og spilum hin ýmsu lög. Meira að segja voru samin helvíti góð lög þarna, að okkar mati allavega. Við erum meira að segja með heiðursfélaga í klúbbnum en það er enginn annar er Bjartmar Guðlaugsson en við spiluðum með honum nokkur lög í útvarpinu á sínum tíma.

Nú í seinni tíð hefur minna farið fyrir þessum klúbb þó að við hittumst alltaf reglulega einhverjir úr þessum klúbbnum. Ég og Unndór Sigurðsson erum t.d mjög duglegir að hittast og spila og er hann einmitt á leiðinni til mín núna í mat og gítar. Snilldin við það að hittast svona og spila er sú að Unndór er þónokkru betri en ég á gítar þannig að alltaf læri ég eitthvað nýtt. Þeir sem hafa heyrt mig spila vita sjálfsagt að mrs Robinson er eitt af þeim lögum sem mér finnst skemmtilegast að spila en það var einmitt títtnefndur Unndór sem kenndi mér það lag. Í kvöld munum við félagar fara í gegnum Bítlana og auðvitað meistara Johnny Cash

Óli Stefán......sem ætlar að elda fyrir karlinn kjúklingabringur að hætti Sigga Hall og Jacob´s Creek "SHIRAZ CABERNET" rauðvín með. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki leiðinleg kvöldstund það....gítarspil með lögum Bítlana og "The Man In Black"...

Gaman að segja frá því að einmitt núna þegar ég ákvað að kíkja á bloggið var ég með gítar í hönd og nögl í munni...skemmtileg tilviljun?

Heyri í þér frændi;)

Nonni (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 01:19

2 identicon

hehe já mrs robinson og 'ég er á vesturleidinni' algjör ÓLa-klassík :D

harpa flovents (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband