15.2.2008 | 23:40
Jack Nicholson
Við fórum á helvíti fína æfingu í kvöld í Egilshöllinni. Hún var hugsuð sem recovery æfing þar sem við vorum að spila í gærkvöldi og eigum svo úrslitaleik í okkar riðli á sunnudaginn. Við skokkuðum í 20 mín og tókum svo maga bak og armbeygjur í svona 30 mín. Eftir það var svo ekkert annað að gera en að heimsækja pottinn góða. Þar vorum við nokkrir að ræða sögu kvikmynda þar sem talað var um verstu myndir sem við höfðum séð. Þar voru margar myndir tilnefndar en sú sem fékk mitt atkvæði heitir Weather man með Nicolas Cage. Við töluðum líka um myndir sem að hafa kitlað hláturstaugarnar og þar er heldur betur úr mörgum að velja. Ég er þessa dagana að horfa á safn með mínum uppáhaldsleikara honum Jack Nicholson og er ég því nýbúinn að horfa á Anger Management og verð ég að segja að ég bókstaflega grét úr hlátri yfir þeirri mynd. Nicholson fer þarna eins og alltaf á kostum ásamt Adam Sandler og verð ég að gefa þessari mynd fjögur Ó af fimm mögulegum.
Óli Stefán.......sem er að spá í að sleppa Man Utd leiknum til að kíkja á gömlu félagana úr Grindavíkinni spila á móti Stjörnunni í Kórnum á morgun
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nei, þú ert sjálfsagt guðslifandi feginn að hafa valið þann leik frekar en byssurnar sem voru meira svona eins og vatnsbyssur í höndunum á Rauðu Djöflunum.
Gíggi (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 17:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.