16.2.2008 | 19:24
Ekki minn dagur
Stundum finnur maður það bara þegar að maður vaknar að þetta verði ekki sinn dagur. Í dag var þessi dagur hjá mér. Ég vaknaði illa sveittur og þreyttur um 10 í morgun og var ekki vel upplagður þegar að ég mætti á æfingu. Á æfingunni byrjaði ég á skokki og var það sjálfsagt það eins sem ég gerði af viti á henni því að ég var nánast alltaf inní í reitaboltanum og svo var ég í tapliðinu þar sem að ég varla skilaði frá mér bolta af viti.
Ég hef frá því að það var dregið í 16 liða úrslit í enska bikarnum verið svartsýnn á leik minna manna við Man Utd enda erfiðasti hugsanlegi andstæðingur á útivelli ekki það sem maður óskaði sér á þessum tíma í keppninni. Ég ákvað að horfa frekar á fyrrum félaga mína spila við Stjörnuna í Kórnum þar sem Stjarnan vann 1-0 í frekar döprum leik að hálfu þeirra gulu allavega.
Nú er klukkan að verða hálf átta og ég ætla að láta konuna um að elda því að ég mundi sjálfsagt kveikja í eldhúsinu ef að ég kæmi nálægt því. Ég fagna því samt að ég hafi nú ekki verið að keppa sjálfur í dag en á morgun er úrslitaleikurinn í okkar riðli í Reykjavíkurmótinu á móti ÍR
Óli Stefán.....sem að horfði uppá Ása þjálfara pakka sínu liði saman í spilinu í morgun en kappinn skoraði mörk í öllum regnbogans litum ásamt því að leggja upp hin mörkin. Ef að hann ekki nema 17-18 kg léttari væri hægt að nota hann á bekknum á morgun
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já Óli minn stundum er þetta bara ekki sinn dagur.
Enda enginn hægðarleikur að ætla að fara að mæta með hálft lið á Old Trafford og ætla sér að fá eitthvað útúr því.
Nú er bara spurning (vonandi) hvort að niðurstaðan verði ekki sú sama í deildarleiknum á Old Trafford ;)
Daníel Tryggvi (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 12:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.