Þannig fór um sjóferð þá

Ég veit ekki hvort að það sé aldurinn eða hvað en núna verð ég að viðurkenna það að ég er bara bensínlaus núna. Við vorum að spila í Rkv mótinu í gær úrslitaleik í riðlinum við ÍR og var það þriðji leikur okkar á viku. Við Fjölnismenn getum held ég verið nokkuð sammála um að við vorum ekki að sýna á okkur neinar sparihliðar og má segja að sigur ÍRinga hafi bara verið verðskuldaður. Persónulega var bensínið komið á gula ljósið hjá mér fljótlega og endurspeglaðist held ég í frammistöðu minn á vellinum. Ég hef líka séð félaga mína flesta betri en í gær nema kannski Óla Palla sem að spilaði vel í nýrri stöðu aftastur á miðjunni. Svona til að kóróna slakan leik okkar í gær þá klikkaði Gunni Már á víti 10 mín fyrir leikslok sem er í fyrsta skipti í 12 vítum í röð sem að hann gerir það. Mark þar hefði komið okkur áfram.

Allavega þá held ég að maður verið að safna bensíni á tankinn núna í vikunni og vera klár í deildarbikarinn sem byrjar á Akureyri næstu helgi. Við eigum leik við Þór á sunnudeginum þannig að maður hefur alveg heila viku í að vera tilbúinn í þann slag.

Óli Stefán.....sem að verður að djöflast í verkefni í sjúkdómafræði í dag


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband