Seasonið byrjaði í kvöld

Nú er tímabilið 2008 eiginlega að byrja því að um helgina byrjar Lengjubikarinn. FH vann í kvöld Kela og félaga í Víking 5-0 og Alli píp skoraði síðan eina mark Víkinga frá Ólafsvík þegar að þeir gerðu jafntefli við Selfoss 1-1. Grindavík hefur leik á morgun á móti Breiðablik í Reykjaneshöllinni og er ég að spá í að rúnta suður og kíkja á þann leik. Við spilum síðan á sunnudag við Þór Ak í Boganum en þetta er þá þriðji sunnudagurinn í röð sem að við spilum af 6. Það má segja að þetta sér bara svona general prufa fyrir sumarið því að það verða bara sunnudags og mánudagsleikir í þá.

Fjölnir náði í Reykjavíkurmótinu sínum besta árangri frá upphafi en samt dapurt að hafa ekki komist í úrslitaleikinn. Reyndar er þessi riðill okkar hálfgerður skrípaleikur því að það er varla spilaður leikur án þess að hann sé kærður og úrslitin verða allt önnur en í leiknum sjálfum. Við Fjölnismenn vorum t.d eina liðið sem sigraði KR af eigin verðleikum því að Leiknir, ÍR og svo núna síðast Valur kærðu sína leiki út af einhverjum smámunum sem eiga ekki að skipta máli í svona upphitunarmóti. KR hefði því átt að vinna þennan riðil okkar. 

Síðan að Hjálmar Hallgrímsson hætti að spila með Grindavík á sínum tíma hef ég spilað í búningi númer 7 en núna gæti farið svo að maður þyrfti að finna sér nýtt númer því að fyrir utan það að snillingurinn hann Pétur Markan sé númer 7 þá er öldungurinn Ágúst Gylfa alltaf númer 7 líka. Reyndar hefur Pétur sagt mér það að það sé ekkert kapps mál fyrir hann að vera númer 7 þannig að minni hraðahindrunin er eiginlega að baki en sú stóra framundan. Ég bauð Gústa það að gefa sjöuna ef að hann tattooar hana á sig. Nú er bara að sjá hvað karlinn er tilbúinn að gera til að ná súper sjö-unni. Ég er nú samt með sjöuna tattooaða á mig og á afmæli 7.des og á strák sem er fæddur 7.7.05. Ég er einnig búinn að fá 7 í tveimur síðustu prófum og það sem meira er þá er ég búinn að missa akkúrat 7 kg síðan um áramót. Ég er samt ekkert með töluna 7 á heilanum hehe

 

Óli Stefán......sem að er agndofa eftir að hafa séð No contry for old man. Þvílíkt meistarastykki Coen bræðra


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

7777 þú talar ekki um annað maðurinn sem kunni nbara ad segja 7

andri steinn (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 09:00

2 identicon

Minni hraðahindrunin? Það er vonandi verið að vitna í líkamsburði.

Annars vona ég innilega Óli minn að þú fáir þessa sjöu, það er eitthvað svo kjánalegt að halda úti bloggi sem ber nafnið 7-an og vera svo númer 99.

Er þaggi?

Það er aukinheldur líka bara hægt að tattúvera 99 á hinn kálfan og vera flottastur. Það er ein lausn.

Kær kveðja til þín,

Pétur Markan... sem minnir á að það er komin ný lúxus-tattústofa á Frakkastígin sem sérhæfir sig í tölum og dreka-hölum. Tölutattú til sölu stendur á skiltinu.

Pétur Markan (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 15:01

3 identicon

...ég sé að n-reglan hefur farið fyrir ofan garð og neðan hjá mér . Það er vissulega 2-n í kálfann og Frakkastíginn.

Betri kveðja en í fyrra skiptið,

Pétur Markan

Pétur Markan (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 15:14

4 identicon

Ég er nú bara hissa á að þú hafir náð í gagnum ruslpóstvörnina því að Gunni Már á ennþá eftir að fatta hana.

7-an (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband