24.2.2008 | 20:27
Fullt hús
Maður náði að ég held a sigra í fyrsta skipti í Boganum á Akureyri í dag þegar að við Fjölnismenn unnum Þór 3-5. Þetta var frekar kaflaskiptur leikur en ef að maður á að vera alveg hreinskilinn þá fannst mér við nú alveg eiga þetta skilið því að færin létu sko ekki á sér standa. Ómar málari komst fjórum sinnum einn á móti markmanni en klikkaði í öll skiptin. Geiri var líka aðeins of gjafmildur því hann gaf glæsilega sendingu innfyrir á Þórsara sem að þakkaði pent og kláraði færið. Reyndar bætti hann það vel upp með því að skora og leggja svo upp fyrir samherja líka. Ég nenni ekki að ræða dómgæsluna sem er alveg kafli út af fyrir sig úr því að við unnum leikinn. Góður sigur okkar fyrir norðan og því með fullt hús stiga eftir einn leik í Lengjubikarnum í ár.
Óli Stefán.....sem fann ekki neitt fyrir flughræðslu í dag.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.