18.3.2008 | 17:36
Cooper Test
Vá hvað ég hreinlega get ekki beðið eftir æfingunni á morgun. Þá hefur hinn smái en jafnframt knái þjálfari okkar sett upp æfingu sem ég er búinn að bíða eftir síðan í desember þegar að hann var með svona æfingu síðast. Já nú er nefnilega komið að Cooper testinu aftur en síðast var ég á barmi yfirliðs eftir þetta ógeð. Séra Pétur Markan sá þá hvað var að gerast hjá mér og stökk til í næsta vatnspoll og gusaði framan í mig ísjökul köldu vatni sem varð til þess að ég datt ekki útaf. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og tugir kílómetra að baki þannig að maður ætti nú að sleppa betur út úr þessu hlaupi, sem fyrir þá sem ekki vita gengur út á það að hlaupa eins langt og maður mögulega kemst á 12 mínútum og það er lágmark sem að maður verður að komast í gegnum. Í desember var ég 15 skrefum frá lágmarkinu og stefni ég auðvitað ótrauður á að bæta þessi 15 skref upp. Til að stytta mér tímann hef ég svona verið að fara yfir ipotinn en ég hef verið að hlusta á of róleg lög í síðustu hlaupum sem líklega hafa haft áhrif á tímann en lög eins og Ég leitaði blárra blóma með Herði Torfa og High með James Blunt hjálpa víst ekki til að ná lágmarkinu á morgun
Gunni Valur og Pétur Markan í síðasta cooper testi
Óli Stefán.......sem að er að skoða Speedo sundskýlurnar fyrir Portúgal
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.