19.3.2008 | 15:30
Lagalistinn
Eins og áður sagði er cooper testið á eftir. Ég var svona að dunda mér við að gera rúmlega 12 mín lagalista á iPodinn og þar kennir ýmissa grasa. Ég ákvað að byrja rólega á lagi sem ég dýrka með Bubba og heitir Þú veist það núna en það tekur litlar 5 mínútur. Á þeim tímapunkti er maður orðinn vel þreyttur í hlaupinu þannig að næsta lag á að rífa mig upp og valdi ég því lag sem heitir welcome to the jungle með Guns'n roses. Þetta lag er rétt yfir 4 mín þannig að ég reikna með að vera kominn á gula ljósið á bensíninu. Lagið sem á að fara með mig alla leið heitir svo mikið sem Killing in the name of með Race against machine.
Óli Stefán.......sem að heldur að hann sé bara nokkuð klár í slaginn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hey gangi þér vel í hlaupinu....ohhh man eftir fiðringnum í maganum þegar maður er að byrja hlaupið...
Petra Rós (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 12:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.