Sjaldan lognmolla í kringum þetta blessaða Fjölnislið

Við spiluðum í gær næst síðasta leik okkar í lengjubikarnum á móti Víking úr Fossvoginum. Í dag telst það til tíðinda ef að við spilum leiki úti á þessum árstíma en sú varð raunin í gær. Ekki er hægt að segja að við höfum verið neitt rosalega heppnir með veður og þó að menn hafi reynt sitt besta í að vera ofur jákvæðir þá fauk það nú fljótlega út um veður og vind í bókstafslegri merkingu. Þvílíkur vindur og þvílíkur kuldi sem boðið var uppá og stóð vindurinn alveg á annað markið. Úr varð bardagi sem að ég held að bæði lið vilji gleyma sem fyrst því ekki var hægt að bjóða uppá neinn bolta. Boltinn fauk hvað eftir annað út í rassgat og var hann á köflum meira utan vallar en innan. Ljósi punkturinn er þó að Biggi litli Jörgensen skoraði sitt fyrsta meistaraflokksmark í sínum fyrsta meistaraflokksleik og það í sinni fyrstu meistaraflokkssnertingu.

Mikil eftirvænting hefur verið vegna herbergisskipan úti í Portúgal en þjálfi hefur þann sið að raða niður í herbergin sjálfur. Ég man svosem eftir því að þetta hafi verið gert áður en það var þegar að ég fór í keppnisferð í 3.flokki til Færeyja og Gulli Jóns raðaði niður í herbergin. Ég er þó viss um að flestir séu nokkuð sáttir nema kannski Óli Palli sem þarf að vera með minnimáttarkennd í heila viku en hann lenti með Eyjó í herbergi.

Það er bara nánast allt klappað og klárt fyrir ferðina hjá manni en ég á reyndar eftir að henda í eina vél svo að öll fötin séu nú hrein og fín. PS2 fer á sinn stað og í fríhöfninni verður svo fjárfest í Tiger 08. Úti verður svo skellt á keppni en ég er þrefaldur Tiger æfingaferðarmeistari og á ekki von á því það verði nein breyting á. 

Það eina sem er að trufla mig í sambandi við þessa ferð er helvítis veðrið en í Albufera er ekki nema 23 stiga hiti og sól.

 

Óli Stefán......sem að heldur því fram að hættulegasta herbergisparið úti séu þeir Halldór Ásgrímsson og Þórður Ingason. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tigermeistari??? Hvaða bull er þetta! Ég á nú alla bikarana eftir hverja einustu utanlandsferð sem við fórum saman. Ég held að sért nú eitthvað farinn að kalka gamli.

hatti (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband