Körfuboltinn

Það er merkilegt hvað maður fer alltaf í körfuboltastuð á þessum tíma árs. Ætli það gæti verði því að úrslitakeppnin er í fullum gangi núna? Mínir menn úr Grindavík eru í undanúrslitum í rimmu við Snæfell. Við erum 0-1 undir því við töpuðum heimaleiknum og í kvöld er það leikur númer tvö. Það er víst ekkert auðveldast í heimi að leggja þessa djöfla þar en það er samt deginum ljósara að við þurfum einn sigur þar í tveimur tilraunum ef við ætlum í úrslitaleikinn. 

Til þess að þetta gangi upp þurfum við klárlega Helga Jónas og Lalla í stuð því að við rétt töpuðum með þremur stigum í síðasta leik með þá kalda. Hlynur fyrirliði þeirra er að mínu mati full hrokafullur í viðtölum því hann talar eins og þeir hafi verið að spila sinn versta leik og við okkar besta en þeir samt unnið. Hvernig verður þetta þá þegar við spilum ágætlega sagði hann. Það á bara að taka á svona körlum og láta þá éta svona skítacomment ofan í sig.

Það sem gerir körfuna svona skemmtilega er þessi úrslitakeppnis fyrirkomulag. Það myndast svo flott stemmning í kringum þetta. Ég vill meina að karfan sé kominn framúr handboltanum bara útaf þessu fyrirkomulagi. Ætli þetta myndi gang upp í fótboltanum þ.e svona úrslitakeppni?? 

 

Óli Stefán......sem mun fylgjast með textalýsingu frá Stykkishólmi í kvöld 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband