14.4.2008 | 19:32
Handklæðinu kastað
Stundum er lífið bara ekki sanngjarnt og maður er ekki alltaf að uppskera eins og maður sáir. Þetta þekkja flestir og við Arsenalmenn mætavel eftir uppskeru síðustu vikna og menn búnir að gefa meistaratitilinn frá sér. Meistari Wenger er svo mikill snillingur og hugsuður að maður tekur það sem hann er að gera og það sem karlinn stendur fyrir miklu frekar en titill á þessu seasoni. Ég er bara svo ánægður með hans stefnu að byggja upp og búa til lið frekar en að láta þessa blessuðu peninga ráða öllu. Wenger skilar af sé miklum hagnaði og er klárlega í miklum plús síðan að hann tók við liðinu. Hann hefur keypt leikmenn eins og Viera, Henry, Petit, Overmars, Lungberg, Fabregas og fleiri á klink og gert þá að alvöru leikmönnum. Þetta sýnir svolítið styrk hans og það sem hann hefur framyfir flesta stjóra. Reyndar ætla ég aldrei að taka það sem Alex Ferguson hefur gert fyrir United því það er afrek sem erfitt er að leika eftir.
Í dag mæla allir árangur í titlum eða peningum en það sem mitt lið hefur gert á þessu tímabili er afrek. Við skulum ekki gleyma því að það var talað um Arsenal fyrir neðan topp 5 því menn áttu von á Liverpool og Tottenham fyrir ofan þá. Arsenal er búið að vera óheppið með meiðsl og misst menn eins og Van Perse og Eduardo Da Silva í alvarleg meiðsl. Ég er núna eftir mesta svekkelsið búinn að spá aðeins í þessu tímabili og er virkilega ánægður hversu langt við fórum á jafn óreyndum mannskap og raun bara vitni og í stað þess að svekkja sig á dollu sem kom ekki í ár styð ég minn mann í hans framtíðarplönum og hans leikstíl sem að allir aðdáendur fótboltans elska
Óli Stefán......sem að er að gera sig kláran í leik Grindavíkur og Snæfells ásamt Pétri Markan. Hver hefði trúað því að hann væri svona mikill körfuboltaáhugamaður og hvað þá stuðningsmaður Grindavíkur??
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ert að djella með leikinn í gær. Hlynur er auðvitað bara mesta kelling í heimi sem grenjar oní siginn púnginn um leið og alvöru karlmenn rétt snert'ann. Svona dömur eiga bara vera heima að föndra og flétta hárið á mömmu sinni í stað þess að spila b-ball við sjóarasyni úr Grindavík.
En að öðru. Ég sá hrikalega gott sjampo fyrir þig Óli minn í Hagkaup í gær. Það hefur víst þann töframátt að skerpa á strípunum, sem oft vilja dofna í sólinni, í þeim tilgangi að láta þær líta út eins nýjar. Já, rétt eins og þú hafi setið í stólnum í gær, með álið og hitablásarann í hárinu og Vouge Men í lúkunum, tilbúinn í dúett með Haffa Haff.
Láttu þér nú annars batna góði Óli
Í tómu gríni,
Pétur
Pétur (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 13:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.