15.5.2008 | 11:41
Fyrsti heimaleikur okkar
Í kvöld spilum við okkar fyrsta heimaleik við KR. Stemmningin hér í Grafarvogi er engu lík í dag og virðast margir meðvitaðir um hvað það er stórt mál fyrir Fjölni að spila á meðal þeirra bestu. Ég verð að viðurkenna að völlurinn lítur ansi hreint vel út og það á að geta myndast brjáluð stemmning þarna. Völlurinn tekur ekki nema 500 manns í sæti en svo eru bekkir sem að einhver 2-300 geta tyllt sér á. Restin verður því bara í gömlu góðu grasbrekkunni sem að menn kvörtuðu nú ekki yfir fyrir ekki svo löngu síðan, við erum bara orðin of góðu vön vil ég meina.
KR er með hörku lið sem að ég spái efstu þremur sætum í haust. Þeir eru vel mannaðir í öllum stöðum og með fína breidd líka. Ég persónulega sakna þess að Grétar Ólafur Hjartarson spili ekki því hann er einn af þessum leikmönnum sem mér finnst virkilega gaman að spila á móti. Maður ætti í raun að vera kátur að hann spili ekki því drengurinn er djöflinum betri en við höfum bara tekið svo oft á því í gegnum tíðina og ég veit að honum finnst ekkert skemmtilegra en að pirra mig. Það verður hins vegar verðugt verkefni að taka á nýjasta syni þeirra röndótta honum Guðjóni Baldvins.
Ég vissi alveg að Fjölnir ætti flotta stuðningsmenn og að stuðningsmannaklúbburinn Kári væri frábær en í síðasta leik varð ég orðlaus. Þetta hef ég að ég held bara aldrei orðið vitni að því að þeir komu syngjandi korteri fyrir leik, sungu allan tímann og fóru í burt syngjandi. Svona vill maður hafa þetta því að þetta gefur leikmönnum þetta auka sem að þarf að hafa í svona deild.
Við strákarnir erum algerlega á jörðinni fyrir þennan stórleik og vitum það alveg að í dag er annar dagur en á laugardaginn. Andstæðingar okkar eru einn stærsti klúbbur landsins og til að leggja þá þurfum við að eiga okkar allra besta dag. Það eitt er víst að við höldum áfram að skemmta okkur og mætum í dag til að spila okkar fótbolta
Óli Stefán.......sem er að fara á Salatbarinn í hádeginu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sælir, vonandi gengur ykkur betur með gamla Reykjavíkur "stórveldið" KR heldur en þínum gömlu félögum gekk með Valsarana í gær.
Ég á von á alveg hörkuleik í kvöld og hef fulla trú á að þið getið alveg gert þessum KR djöflum smá skáveifu.
Eins lengi og þú stendur fyrir þínu í vörninni Óli minn þá er allt mögulegt
Gangi ykkur vel
Kveðja af Álftanesinu
Daníel Tryggvi (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 11:47
Hef fulla trú á ykkur,. . . Mæti á völlinn með nýbakað Fjölnishjartað mitt.... AFRAM FjÖLNIR! :D
Harpa Flóvents (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 14:45
Til hamingju með glæsilegan sigur
Verð líka að hrósa þér fyrir það að þú varst eini Fjölnismaðurinn sem að fórst og þakkaðir KR-ingunum og dómurunum fyrir leikinn áður en þú fórst að fagna
Mættir alveg kenna liðsfélögum þínum í Fjölni svona drengskap og íþróttamannslega framkomu
Daníel Tryggvi (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 10:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.