Stuðningsmannaklúbburinn Kári

Já það er alveg óhætt að segja það að þeir hafi slegið í gegn þessi hópur sem gengur undir nafninu Kári. Í fyrra var þetta 15 manna hópur sem að lét vel í sér heyra sælla minninga en þegar að við í Grindavík komum hingað töluðum við mikið um hvað örfáir geta gert mikið. Nú hefur þessi hópur stækkað og dafnað undir öruggri stjórn þeirra sem voru í fyrra og setja mark sitt á leiki. Í síðasta leik sungu þeir KR miðjuna í kaf. Auðvitað getur verið að þeir hafi dansað á línunni í þeim leik en þeir fóru alls ekki yfir hana enda flestir þessara drengja öðlingspiltar. Ég vona að þeir fjölmenni suður í kvöld og láti vel í sér heyra á góðu nótunum náttúrlega því þetta verður án efa erfiðasta verkefni okkar hingað til

Stuðningmannaklúbburinn KÁRI 

 

Óli Stefán......sem er kominn með spennuhnút í magann 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég hef oft fengið ælu pest og oft magapínu og þessháttar en ældrei hef ég fengið jafn mikið í magann og að sjá þig og eyþór fagna eins og þið ættuð lífið að leysa GRINDAVIK tapa á heima velli... :o( 

birgis (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 23:06

2 identicon

Hvernig er hægt að fá ælupest yfir því að fagna sigri? Eg veit það vel að ef þetta ert þú Siggi Birgis þá hefur þú oft fagnað sigri þinna manna jafnt óverskuldað sem verðskuldað.

17-an (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 05:20

3 identicon

ekki var þetta ég en auðvitað fagnar maður sigri...en þetta var sárt en til hamingju með þetta....;o(  en hvenær hef ég fagnað óverskuldað..(",)

siggi birgis (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 07:40

4 identicon

Til hamingju með sigurinn

 Skemmtileg viðtölin sem voru tekin við þig, voru menn eitthvað þurrir í munninum eftir leikinn :) Annars náðum við að taka hann upp fyirr þig þannig að þú getur náð í spóluna til Helgu þegar þér hentar

Líka gaman að sjá að þú sért bara orðinn fyrirliði Fjölnis strax eftir 3 leiki í Landsbankadeildinni. Það segir Mogginn allavegana ;) 

Daníel Tryggvi (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband