29.5.2008 | 16:14
Jarðskjálftar
Mér líður alltaf afar illa þegar að þessir blessaðir jarðskjálftar ríða yfir. Í dag var ég heima að vaska upp þegar að allt fór á fullt. Myndir á veggjum fóru af stað og mikil læti í öllu húsinu. Ekki veit ég hvað hann mældist hér en hann virkaði ansi öflugur. Allavega það öflugur að ég stökk undir dyrakarminn á svölunum.
Þegar að skjálftinn stóri kom árið 2000 minnir mig þá átti ég heima á annarri hæð í blokkaríbúð í Grindavík. Þá sveiflaðist öll blokkin og munir hrundu af veggjunum. Síðan þá hefur manni alltaf liðið illa í þessum skjálftum og bara svona lítil atvik minnir mann á hvað við erum ótrúlega lítil gagnvart náttúrunni.
Óli Stefán.....sem að var að pissa eitt sinn þegar að það kom skjálfti sem að gerði það að verkum að eftir skjálftann þurftu sumir að fara á niður á kné og þvo klósettgólfið í kringum skálina.
Jarðskjálfti við Ingólfsfjall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.