Leikur á sjómannadag!!!

Mikið hefur verið rætt um ömurlega leikjaniðurröðun KSÍ í sumar. Ekkert nema endalausir sunnudags og mánudagsleikir svo að fólk geti verið komið heim úr útilegu og náð leik um kvöldið. Lítið sem ekkert verið að hugsa um fjölskyldu leikmanna sem þurfa þá að æfa allar helgar í sumar.

Nú til að bæta gráu ofan á svart henda KSÍ menn nú leik á sjálfan Sjómannadaginn. Ég geri mér grein fyrir því að flestir af þessum skrifstofukörlum hafa náttúrlega aldrei migið í saltan sjó, en hefur ekki allavega helmingur landsmanna gert það? Fyrir mig og aðra sem koma úr sjávarþorpum er þessi dagur heilagur og t.d koma yfir 10 þúsund manns til Grindavíkur á sjómannadaginn. Alveg er ég pottþéttur á því að ef að það væri einhverskonar skrifstofudagur þá yrði það álíka heilagur dagur og aðfangadagur og ekki nokkur leikur spilaður í þeirri viku eða vikuna á eftir.  

Ég sem sjómannssonur sem er kominn af mikilli sjómannaætt er hundóánægður að þurfa að spila á þessum degi. Menn þurfa aðeins að spá í fleiri hlutum en fólki sem fer í útilegu og þarf að vera komið heim fyrir kickoff á sunnudegi.

Óli Stefán.......sem mælir með því að KSÍ hendi bara næst umferð á 17.júní


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 14:50

2 identicon

öss, ég fór í grindavíkina og sá og sigraði - þetta var svakalegt og hefði gert góðar stundir jafnvel enn betri hefði sjálfur mætt á svæðið.

majae (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband