Dómarar

Það er óhætt að segja það að dómarar á Íslandi eigi undir högg að sækja þessa dagana. Það virðist varla líða sú umferð þar sem þeir eru rakkaðir niður og gjörsamlega kennt um töp margra liða. Auðvitað gera þeir mistök blessaðir og stundum að manni finnst óþarflega stór mistök en ég trúi því aldrei að hér á Íslandi sé nokkur þeirra að reyna að dæma á móti örðu liðinu frekar en hinu. Einhvernvegin er fókusað svo á öll mistök sem þeir gera að starf þeirra er alveg fáránlega erfitt. Að mínu mati er Garðar Örn einn besti dómari okkar þó að mér finnist hann oft á tíðum full fljótur að lyfta spjöldum en satt að segja skil ég hann alveg að vera að spá í að hætta að flauta. Tilhvers ætti hann að halda áfram þegar að hann getur ekki einu sinni farið óböggaður niður í bæ að skemmta sér?? Varla er þetta starf það vel borgað að þeir geti ekki séð að laununum. Mér finnst alveg eðlilegt að menn séu ósammála sumum af þessum dómum en það er það sem gerir þennan leik oft svo skemmtilegan þ.e þegar að menn eru heilu kaffitímana að rökræða einstaka dóma. Einnig virðast menn oft á tíðum sjá atvikin í öðru ljósi eftir því í hvoru liðinu maður er? Ég sá t.d á spjalli þeirra KRinga eftir leik þeirra í gær að margir þeirra fara svo langt að kenna dómaranum um tapið, hann hafi einn og sér séð til þess að KR fékk ekkert útúr viðureign. Eftir leik þeirra við Skagamenn um daginn sáu sömu aðilar ekki neitt athugavert við dómgæslu í þeim leik á meðan Skagamenn þóttu hart að sér vegið. Ég hef oft á tíðum ekki verið barnanna bestur í garð þeirra á meðan leik stendur og oftar en ekki verið að væla yfir hinum og þessum dómum en ég hef alltaf borið virðingu fyrir þeim og aldrei sakað þá um óheiðarleika og mun aldrei gera því þessir snillingar eru missgóðir eins og við leikmenn og það mun alltaf vera þannig.

 

Óli Stefán.....sem fær örugglega rautt í næsta leik og fer að tala um spillingu dómara 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband