Erfitt tap

Það var frekar súrt að ganga af velli í gær eftir leiðinda tap gegn sprækum Þrótturum. Við Fjölnismenn höfum nú oft spilað betur og áttum sjálfsagt lítið skilið úr þessum leik en þegar að maður er kominn með aðra hönd á þrjú stigin og innan við 5 mín eftir á maður ekki að sleppa þeim hvað þá öllum stigunum. En það er þetta sem gerir boltann skemmtilegan og í þessu tilfelli leiðinlegan fyrir okkur Fjölnismenn.

Eftir svona tapleik verður lífið eitthvað svo miklu þyngra. Við spjölluðum einmitt um það í upphitun á æfingu áðan að dagurinn eftir leik er bara langt frá því að vera góður eftir tapleik. Furðulegt hvað þessi bolti hefur mikil áhrif á sálarlífið. Reyndar getur maður nú ekkert kvartað því að við höfum í sumar átt fleiri sigurleiki en tapleiki og þannig fleiri góða daga daginn eftir heldur en slæma. Nú er þessi leikur að baki og undirbúningur hafinn fyrir bikarslag við Reykjavíkur Víkinga á fimmtudaginn.

Jákvæðu punktarnir í dag voru þeir að Toi fékk M í Mogganum og er því kominn með eitt m í nafnið og er því kallaður Tomi þangað til það næsta kemur. Geiri er ennþá með þristinn fyrir ofan snagann sinn en þristinn fá þeir menn sem fá 3 í Fréttablaðinu og er Geiri sá leikmaður sem fékk síðast 3. Hann er búinn að vera með hann helvíti lengi því að það er orðið langt síðan við töpuðum síðast. Eftir leikinn í gær krosslagði hann því fingur og beið spenntur eftir einkunnum fyrir leikinn en því miður fyrir hann var lægsta einkunn 5 og því þarf hann að hafa þristinn góða lengur á snaganum.

petur_markan[1]Ég gjörsamlega dýrka einn leikmann í liðinu okkar sem ber það skemmtilega nafn Pétur Georg Markan. Pétur hefur leikið á alls oddi í sumar og skorað bara nokkuð mikið af mörkum. Drengur þessi er að eðlisfari frekar hress og sá sem talar hvað mest í klefanum. Yfirleitt koma skot á hina og þessa leikmenn úr hans átt og oftast erfitt að svara fyrir sig því hann er andskotanum orðheppnari. Ég hef afskaplega gaman að rökræða hina mestu vitleysu við hann því hann hefur ákveðnar skoðanir á öllum hlutum. Skapgerð Péturs er hins vegar mjög dulin. Þegar hann er ósáttur við eitthvað eða þegar honum finnst eitthvað á hans kostnað koma á hann það til að fara bara í þetta líka skapið að ekki er hægt að tala við hann í svona tvær vikur. Mér þótti þetta mjög skrítið fyrst í vetur þegar að þetta gerðist en félagarnir sem þekktu betur til hans sögðu mér ekki að hafa nokkrar áhyggjur af þessu því hann kæmi alltaf til baka 14 dögum síðar sem svo varð raunin. Í dag læt það alveg vera að reyna að svara þessháttar skotum úr hans horni þegar að allt leikur við lyndi hjá honum en læt gamminn geysa þegar að hann er á niðurtúr því þá er hann ekkert að hafa fyrir því að svara fyrir sig. Þegar að kappinn er á þessum túr kalla ég hann Hank

 

 

Óli Stefán.......sem getur ekki skilið hvernig svona saklaust andlit missir sig í tvær vikur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Óli, þetta er einmitt svo mistískt með guð, vegina og órannsakanleikann.

Sem andlegur leiðtogi Fjölnismanna og tæknilegur ráðgjafi í handanheims praktíseríngum verð ég oft fyrir vonbrigðum þegar lærisveinar mínir villast af hinum réttláta stíg hjálpræðisins og feta frekar breiðann veg glötunarinnar. Þá finnst mér finnst oft eins og öll von sé úti og dreg mig í kjölfarið í hýði og græt glataðar sálir. Já, þetta á einnig við þegar ég er ekki í liðinu, en það er önnur saga.

Mér finnst reyndar leiðinlegt að hafa sagt þig vera þungan í Köttara leiknum, það var skot sem var langt undir ABS 2000 mega mass beltið. Þú varst flottur í leiknum og ég er búinn að senda Fréttablaðinu kvörtunarbréf þar sem leiðréttingar er krafist á einkunargjöf leiksins. Af öðrum kosti mun ég segja upp áskrift á blaðinu. Ótrúlegt hvað sumir menn eru bara ekki í náðinni.

Myndin er fyndin og sannar það fornkveðna að oft er flagð undir fögru skinni og slæg er snotur snoppa.

Hank er hrikalega fyndin, ég er að fíla hann.

Þinn frændi,

Pétur

Sr Pétur Markan (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband