Úr sumarfríi

jæja ætli það sé ekki kominn tími á að halda áfram að blogga aðeins eftir ágætis sumarfrí. Mál málanna er nátturlega þessi leikur í gær á móti Grindó. Leikurinn var frekar jafn og datt þeirra megin í þetta skiptið eins og hann datt okkar megin í Grindavík í fyrri umferðinni. Eins og það er nú súrt að tapa þá er ég nú samt ánægður að mínir gömlu félagar séu ekki í strögli og sigla lygnan sjó.

Ég lét það út úr mér í gær í viðtali eftir leikinn að leikaraskapur sé að ganga af mér dauðum og hef heldur betur fengið að heyra það úr Grindó í dag fyrir það. Málið er að ég er ekkert að tala um þetta eina atriði þegar að Jobbi fær aukaspyrnuna sem þeir skora úr heldur almennt í sumar. Takefúsa reyndi til að mynda að fiska víti í síðasta leik okkar á móti KR þar sem við snertum hann ekki og dómarinn dæmdi ekki en að hann hafi ekki fengið spjald fyrir þennan óheiðarleika get ég ekki skilið. Jóhannes gaf leikmanni Grindavíkur spjald fyrir leikaraskap fyrr í leiknum og tek ég hatt minn að ofan fyrir því.

Ég hef ekkert út á Jobba sjálfan að setja enda frábær leikmaður sem að ég hugsa að fari út í atvinnumennsku fyrr en seinna en ég stóð 2 metra fyrir framan hann og ég sá það svo greinilega að hann lét sig detta og úr því skora þeir síðan. Jobbi viðurkenndi það svo eftir leik að þetta hafi aldrei verið brot.

Tói Leifs kom með einn nettan fyrir leikinn þar sem hann fór að tala um hvað Ray Jónson væri að gera það gott að halda þetta risa fótbolta mót, æji þarna þetta Rey-cup.

 

Óli Stefán......sem er búinn að snoða sig

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband