3.9.2008 | 22:09
Úrslitaleikur bikarkeppninnar takk fyrir
Já loksins eftir 14 ára bið náði maður í úrslitaleikinn í þessari frábæru bikarkeppni. Ég var í Grindavík 1994 þegar að Luka Kostic var þjálfari og fékk það óvinsæla hlutskipti að vera 17.maður í þeim leik eða fyrsti maður utan hóps þannig að ekki spilaði ég þann leik. Leikurinn við Fylki var þriðji undanúrslitaleikurinn minn og því komið tími á sigur sem varð svo raunin. Fjölnir fór í þennan leik í fyrra og ætla sér nú skrefi lengra eða að ná titlinum. Einnig er gaman að geta þess að Ágúst Gylfason sonur Gylfa Púst er að fara að spila sinn 10.úrslitaleik í bikarkeppni á ferlinum. Magnaður árangur það.
Í gær unnum við Fjölnismenn svo fyrsta titilinn af þremur sem að liðið átti möguleika á í sumar. Við tókum okkur til og unnum golfmót úrvalsdeildarinnar sem fór fram á Hellu. Tvö pör spiluðu saman úr hverju liði og spilað texas skramble (ber enga ábyrgð á stafsetningu). Okkar lið var þannig að ég og Gústi spiluðum saman og svo Geiri og Haukur. Það fór þannig að ég og Gústi spiluðum á pari vallarins á meðan Geiri og Haukur spiluðu þrjá undir sem er náttúrlega fáránlega gott skor. Skor okkar var síðan lagt saman og unnum við með fjórum höggum. Við Gústi vorum síðan með besta skor með forgjöf. Grindavík lenti í öðru sæti og FH í því þriðja.
Óli Stefán.....sem hló endalaust af Scotty sem fór hamförum í golfmótinu í gær
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.