Undirbúningur fyrir undanúrslitaleik

Á morgun fer fram einn af þessum stóru leikjum sem eiga eftir að standa uppúr í minningunni þegar að maður hættir þessu sparki. Við erum að fara að spila við stórgott lið Fylkis í undanúrslitum bikarsins. Ég hef spilað þrjá undanúrslitaleiki og unnið einn og "píp" tveimur. Síðast spilaði ég að mig minnir á móti Leiftri Ólafsfirði 1997 undanúrslitaleik sem var í Grindavík og töpuðum við 0-2 sælla minninga.

Þessi mynd af Geira kemur þessari færslu ekkert við en ég fer bara alltaf í svo gott skap þegar að ég sé hana. (Þið getið klikkað á hana til að stækka hana)

picture_166[2]Núna er Fjölnir að fara annað árið í röð í undanúrslitaleik og aftur á móti Fylki og aftur spilar Fjölnir í varabúningunum (sem mér finnst flottari) og þá er bara að sjá hvort að Fjölnir vinni ekki bara aftur líka. Strákarnir tala enn um þá svakalegu stemmningu sem var eftir þennan leik í fyrra og menn eru tilbúnir að gera hvað sem er til að vinna. Meistari Markan er búinn að heita á liðið og það ekkert lítið áheit.

 Hvernig búa menn sig undir svona leiki? Gera menn það á svipaðan hátt og venjulega eða breyta menn útaf vananum og prufa eitthvað nýtt og ferskt?. Ég persónulega fer í sömu rútínu og alltaf sem felst í því að spá sem allra minnst um leikinn og helst ekkert að ræða hann fyrr en maður mætir í klefann. Auðvitað verður maður að hlaða líkamann orku og mataræðið er því eftir því. Svefn og hvíld er í rútínunni og svo að vakna snemma á leikdag. Aðal málið fyrir mig er s.s að spá sem allra minnst í leiknum og getur það oft verið nokkuð flókið þegar að maður vaknar snemma á sunnudegi og leikurinn síðan seint um kvöldið. Auðvitað hafa allir sinn hátt á sem virkar misvel á menn.

Heimir Snær í miðjunni 

dscf0037_edited[1]Nýjasti meðlimur mfl. Fjölnis heitir því skemmtilega nafni Heimir Guðmundsson sem er enn einn uppaldni FHingurinn í okkar herbúðum. Ég viðurkenni fúslega að ég átti ekki von á miklu frá kauða en sá hefur heldur betur slegið í gegn, bæði innan vallar sem utan. Heimir er svona lúmska týpan sem lætur lítið fyrir sér fara og hendir síðan inn gullmolum í umræðuna, svona svipað og Pétur Markan.........eða ekki. Þó að mér líki afskaplega vel við strákinn varð ég að gefa honum gula spjaldið í klefanum áðan þegar að hann fór að setja út á Bubba þegar hann var að syngja Blindsker og Ólinn í hæstu hæðum að hlusta á kónginn. Ég kenni svolítið Tóa samt um að vera ekki búinn að útskýra reglurnar fyrir Heimi þannig að hann slapp með gula spjaldið í þetta sinn.

 

Óli Stefán........sem líður ekkert alltof vel yfir því að hafa rifist við bestasta vin sinn hann D.Rú í reitabolta í morgun. Fyrirgefðu elsku Davíð minn 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Sjáumst á Laugardalsvelli í úrslitaleiknum milli Fjölnis og stórveldisins.

S. Lúther Gestsson, 30.8.2008 kl. 18:20

2 identicon

Til hamingju með sigurinn í dag. Allavega einn grindvíkingur í úrslitaleiknum þó hann spili ekki í "réttum" gulum búningi þar ;)

Kv úr Víkinni kennd við Grind :D

Petra Rós (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 22:04

3 Smámynd: Gísli Torfi

til Lukku með leikinn.. alltaf skal það vera markaleikir hjá Fjölni.. sem er gott... og já DiCanio er drengur góður..

Gísli Torfi, 1.9.2008 kl. 07:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband