Basl

Já það eru sko ekki alltaf jólin í fótboltanum. Við höldum áfram að tapa og höfum ekki unnið leik í seinni umferðinni. Í gær komst liðið eiginlega ekki úr fyrsta gír nema þá kannski í svona 15 mín í seinni hálfleik þar sem liðið náði að komast í þriðja gír kannski. Framarar voru hins vegar öflugir og gerðu eiginlega það sem þurfti að gera. Félagi minn hann Paul Mcshane er algjörlega að blómstra þarna og er að mínu mati búinn að vera leikmaður deildarinnar so far.

Ekki má staldra lengur við þennan leik því næst verður stærsti leikur okkar í sumar þegar að við spilum undanúrslitaleikinn í bikarnum og ef ég þekki strákana í liðinu eitthvað þá veit ég að þeir gíra sig upp í þá stemmningu sem verður á sunnudaginn og klára dæmið. Fylkir er svo til í sömu stöðu og við þannig að þetta verður hörku leikur. 

Maður er orðinn nokkuð gamall í boltanum og sést það best á því að ég á núna að baki 199 úrvaldsdeildarleiki að baki þannig að ég bíð eftir big 200. Ég hef verið að segja strákunum það að ég finn svona Arnórs og Eiðs Guðjónsens lykt af þessu því ég hef ekki misst af mörgum leikjum á ferlinum en núna hef ég misst af síðustu tveimur leikjum og bíð því ennþá eftir að komast í 200 leikja klúbbinn.

 

Óli Stefán...... sem botnar ekkert í KSI í að hafa umferð í Landsbankadeildinni á sama dag og undanúrslitaleikir í bikarnum eru


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Já,frekar undarlegt að vera með deildarumferð á sama tíma og leikið er til undanúrslita í deildarbikarnum.

Magnús Paul Korntop, 30.8.2008 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband