Fyrsti leikur með nýju félagi

Árla morguns næstkomandi laugardag eigum við Fjölnismenn (skrítið að skrifa þetta) leik við pjakkana ofan af skaga. Maður fær nú samt nánast að sofa út því leikurinn byrjar ekki fyrr en 9.40 í Skagahöllinni. Föstudag eftir viku spilum við síðan við Jóa Helga og félaga í Val. Mér finnst það einmitt fínt hjá Ása þjálfara að byrja á þessum liðum sem við eigum að vinna, bara svona uppá sjálfstraustið og framhaldið. Fínt að vera búnir að spila nokkra svona leiki áður en við mætum síðan alvöru liðum. Ég sagði einmitt við strákana í kvöld að þetta væru bara leikir fyrir guttana í liðinu en þá var það einn snillingurinn sem greip þetta á lofti og sagði að þá fengu allir nema ég og Gústi Gylfa (Ágúst Gylfason, við sem þekkjum hann köllum hann Gústa) að spila. Hugsanlega fengi Davíð Rúnarsson hvíld þar sem hann er lang þriðji elsti 28 ára gamall.

Óli Stefán......sem að er svona rétt byrjaður að gera sér grein fyrir því hvað..............Gústi er gamall 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hehehe.. en þú getur nú huggað þig á því að þú berð aldurinn ansi vel. Ég myndi nú ekki giska á að þú værir eldir en 30 ;)

Gangi þér ofsalega vel í leiknum og Áfram Fjölnir (hrikalega skrítið að segja þetta)

Kv.Helga 

Helga Björg Flóventsdóttir (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 17:15

2 identicon

Já ÁFRAM FJÖLNIR !! :D HAhahaha spes :D en, í alvöru samt ;P...

Harpa Flovents (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband