Leiðinlegustu þættir sem sögur fara af

Já það er óhætt að skjár einn sé að bjóða uppá tvo alveg hreint óþolandi leiðinlega þætti þessa dagana. Reyndar er annar af þessum þáttum bara alltaf á og virðist engan endi taka en það er þátturinn Amerika´s next top model. Ég ætla ekki að geta líst þeirri ógeðis tilfinningu sem að fer um mig þegar að þetta rugl er á. Svo er það þátturinn Charmed sem er um einhverjar nornir eða eitthvað og það er eins með þennan þátt að hann virðist bara lifa endalaust.

Ég hafði rosalega gaman að Jay Leno og var því fúll yfir þeirri ákvörðun þeirra á skjá einum að taka hann af dagskrá. Núna eru þeir að endursýna gamla þætti á þessum tíma eða um 23 á kvöldin. Mér finnst það alveg gott og gilt en verða samt að velja efni sem að hæfir þessum tíma.

Reyndar eru margir góðir þættir á Skjá einum sem að ég elska að horfa á og er þetta mín uppáhald sjónvarpsstöð bara fyrir það eitt að þeir bjóða uppá fría dagskrá. Þar með er ég alveg rólegur yfir þessum auglýsingum sem koma í þættina því að með því lifir þessi stöð. Hins vegar er það bara dirty þegar að Rúv og stöð 2 gera þetta.

Fyrst maður er kominn í auglýsingatalið þá get ég ekki á mér setið í sambandi við auglýsingar í bíó. Ég gjörsamlega get ekki þolað það að maður sé að borga einhvern 900 kall fyrir myndina og ná sér svo í popp og kók á 5000 kall bara til að setjast niður og horfa á auglýsingar í svona 20 mín. Þegar að myndin svo byrjar er helvítis poppið búið. Að maður sé að borga sig inná mynd til að horfa á auglýsingar er bara ekki bjóðandi enda er ég farinn að mæta á myndir svona 10 mín yfir áætlaðan tíma.

Óli Stefán.....sem að notaði pásuna úr próflestri í þessa færslu 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hlaut að vera að kallinn mundi halda áfram að blogga !! Datt inn á síðuna þína og á ég eflaust eftir að vera lengi að móttaka það þegar þú talar um "þitt lið" að það sé ekki Grindavík :S 

BK úr bænum hinu megin við fjallið 

PET (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 08:53

2 identicon

Ég gæti ekki verið meira sammála þér með dagskránna á Skjá einum, eftir að Jay Leno var tekinn af skjánum hefur hún farið hríðversnandi. Ekki nóg með það að þessi þættir America´s Next Top Model og Charmed séu alveg yfirmáta leiðinlegir þá virðist annarhver þáttur fjalla um einhverja ógeðisglæpi og morð, nægir þar að nefna alla þessa C.S.I og Law and Order flóru.

 Hvar er eiginlega allt grínið sem var uppistaða Skjás eins þegar hann var hvað vinsælastur, með Everybody loves Raymond, Malcom in the middle og King of Queens fremsta í flokki. Ég vill fá grínið aftur uppá borðið

Danni (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 10:33

3 identicon

Ég held að ástæða þess að margir þessara þátta sem þú nefnir Danni, séu bara ekki lengur framleiddir. En það þarf samt ekki að fara lengra aftur en til síðasta veturs til að finna alla þessa þrjá grínþætti á skjánum:)....

...en annars vel mælt frændi og þá sérstaklega með auglýsingar í áskriftarsjónvarpi!

Nonni (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband