Einstæðir feður.

Ég hef oft spáð í því hvað femínistar ganga oft langt í baráttu sinni um jafnrétti. Það er stundum gengið það langt að maður bara hristir hausinn. Hvernig er t.d hægt að gera mál úr því að það séu bara jólasveinar en ekki jólastúlkur eða meyjar. Ég t.d get bent á það að fráskildir feður eru svo rosalega undir í jafnrétti að það hálfa væri nóg. Reyndar verð ég að taka það fram að barnsmæður mínar eru snillingar og ekkert út á þær að setja en ég held að ég sé í miklum minnihluta. Ég heyrði t.d eitt í dag sem ég væri til í að komast að hvort að rétt væri. Þannig er að ef að barnsmóðir giftir sig og fellur svo frá þá á sá sem hún giftist allan réttinn á að hafa barnið?? Getur verið að svo sé? Veit einhver hvort að þetta geti verið svo rosalega ósanngjarnt? Af hverju er t.d svo rosalega sjálfsagt að mæður taki barnið við skilnað? Móðurréttur er svo rosalega sterkur segja þær en er það sanngjarnt? Auðvitað eru til alveg fullt af körlum sem ekkert vilja taka þátt í uppeldinu og jafnvel bara fegnir að vera lausir við ábyrgðina. En svo er líka til alveg fullt af körlum sem vilja umfram allt taka þátt og vera með eins og vera ber. Ég veit um mörg dæmi þar sem konur t.d nota börnin sem vopn þ.e "ef þú gerir ekki þetta þá færð þú bara ekkert að hitta börnin". Þetta er alltof algengt og á ekki að líðast. Þið femínistar ættuð kannski að koma í lið með einstæðum feðrum og reyna aðeins að jafna rétt þeirra. Ég tek enn og aftur fram í tilefni af þessari færslu að ég á alveg hreint frábærar barnsmæður og þær koma vel á móti mér til að uppeldi barna minna verði sem best.

Óli Stefán.....sem að er að fara að spila við Leikni Reykjavík í Egilshöllinni á morgun kl 20.00 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna er ég þér svo sammála. Þessir femínsta snillingar eru stundum ekki alveg að meika það. Held bara að í ýmsum og mjög mörgum tifellum er annað kynið betra til að sinna þeim störfum sem til falla og þetta rugl með að öll starfsheiti verða að vera kynlaus er bara svo vitlaust. Nú síðast orðið : Ráðherra !! En ég trúi því ekki fyrr en ég fæ það staðfest að ef móðir giftir sig gangi barnið til þess sem hún giftist en ekki blóðföður síns. En svona mál eru alltaf erfið sérstaklega þegar fleiri systkini eru í dæminu.

Og svo finnst mér foreldrar virkilega ljótir sem nota saklausu börnin sem vopn og að leyfa þeim ekki að umgangast hitt foreldrið bar aút af ósætti foreldranna á milli. Það er virkilega ljótt. 

 og bara Amen ...svona til að staðfesta að ég er í þjóðkirkjunni og börnin mín líka og skammast mín ekkert fyrir það ;)

PET (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 22:42

2 identicon

Heyr, Heyr þétta með feministana...

En Óli minn, þetta með forræðið, þá verður móðirin að hafa 100% forræði yfir barninu áður en hún deyr og barnið verður forræðislaust við andlát móðurinnar og barnaverdarnefnd kemur þá inní og ákveður hjá hvaða aðila barninu er bezt borgið, efað blóðfaðir er ósammála barnarverndarnefnd þá getur hann höfðað forræðismál. Hann verður þá að sýna fram á að barninu sé betra brogið hjá honum heldur en fóstur pabba. Þetta er tildæmis ein af ástæðunum að maður á aldrei að gefa frá sér forræði.

Raður (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 22:53

3 identicon

Eins og ég sagði þá heyrði ég það svona. En ef að það þarf að koma til barnaverndarnefnd til að ákveða hvort að ég sem foreldri ,sem hef alltaf staðið mig ,eigi að fá barnið mitt ef að móðirin fer en ekki maður hennar þá eru þessar reglur asnalegar. Þetta snýst alltaf um það hvort að menn séu að standa sig sem að feður eru að gera í miklum meirihluta.

7-an (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 01:01

4 identicon

Ég er alveg innilega sammála þér Óli, finnst oft eins og feministar séu bara að berjast fyrir rétti kvenna. Er það ekki kynjamismunun? Er það ekki það sem að þeir eru að reyna að berjast á móti? Eiga þau (ég segi þau því að það eru víst alveg til karlmenn sem eru feministar) ekki frekar að vera berjast fyrir rétti þeirra sem minna mega sín frekar endilega bara fyrir rétti kvenna. Eitthvað eins og allar konur eigi eitthvað ofsalega bágt - það er líka fullt af körlum sem eiga bágt og líka fullt af konum sem hafa það rosalega fínt.

En að þessu með forræðið þá finnst mér þetta oft voðalega skrítinn heimur hvað mæður hafa mikinn rétt, það liggur við að móðirin megi vera áfengissjúklingur og eiturlyfjaneitandi og samt hafi hún meiri rétt heldur en faðirinn. Ég verð samt að taka það fram að ég er hvorki faðir né kem ég af heimili þar sem að ég hef upplifað skilnað eða átt einhverskonar stjúppabba eða mömmu. En núna undanfarna mánuði hef ég fengið smá innsýn inní það hvernig svona skilnaðarbörn upplifa hlutina þegar ekki er eins gott samband á milli foreldranna eins og raunin virðist vera hjá þér Óli, og ég get bara ekki annað sagt en að fólk ætti stundum bara að skammast sín. Þetta eru bara börn for crying out loud.

 Ef foreldrarnir eiga einhver mál óútkljáð þá klárið þau en ekki setja börnin inní skotlínuna því það er alveg gefið að þau munu verða fyrir skoti.

 Vildi bara svona aðeins fá að segja mitt álit á þessu, annars er ég bara góður og verð ennþá betri eftir helgina þegar að Man Utd vinnur Liverpool og Chelsea og Arsenal gera 7-7 jafntefli ;)

Danni (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband