Þreyttur

Mikið svakalega er maður eitthvað dasaður núna. Það er allur vindur úr manni eftir þessa próftörn en ég kláraði hana formlega um 11 í morgun með því að skila ritgerð um sjálfsmynd barna og unglinga. Ég var að til 04.30 í nótt þannig að ekki er maður nú búinn að sofa mikið síðasta sólarhringinn.

Í kvöld spiluðum við Fjölnismenn við Leikni úr Breiðholtinu. Ég væri hreint og beint að ljúga ef ég segði að ég hafi verið meiriháttar vel stemmdur fyrir leikinn. Illa sofinn og hálf svangur spilaði ég leikinn og það í 90 mínútur. Reyndar fengum við ekki nema eitt mark á okkur núna sem verður að teljast framför þar sem við höfum verið að fá svolítið af mörkum á okkur í síðustu leikjum. Karlinn slapp svona stórslysalaust í gegnum leikinn ef frá eru taldar nokkrar feilsendingar sem að er ekkert nema einbeitningaleysi af hæstu gráðu. Leikurinn endaði síðan 3-1 fyrir okkur þar sem Tommi Leifs skoraði tvö og Óli Johnson eitt

Núna ligg ég bara í sófanum búinn að fá mér einn juleöl og auðvitað að horfa á SSSól DVD diskinn. Ekki á ég von á því að meika það mikið lengur þannig að ég ætla bara að leggjast útaf og láta Helga Björns syngja "ég stend á skýi" fyrir mig þangað til að ég dett útaf.

Óli Stefán..... sem að er mjög ánægður að vera búinn í prófunum 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með að vera búinn í prófum

Danni (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband