Ó.P the Wonderkid

Það verður einhvernvegin ekkert leiðinlegra með árunum að fara til Keflavíkur og vinna þá. Skiptir meira að segja engu máli þó að maður sé ekki að spila með Grindavík þetta er alltaf jafn ótrúlega gaman. Ó.P the Wonderkid kláraði leikinn með stórbrotnu marki af alveg 40 metrum. Það er alveg á hreinu að strákurinn hefur lært þetta þegar hann var hjá Bolton Wonderers í fyrra. 

Ég held að Káramenn hafi alveg látið verkin tala í þessum leik og sannað það sem um var rætt í síðustu færslu minni, þvílíkir snillingar.

Næsti leikur okkar er við Eyjapeyja heima á miðvikudag í næstu viku. Það verður gaman að mæta Berta sperta markmanni þeirra. Strákurinn hefur staðið sig frábærlega í sumar og aðeins fengið á sig 3 mörk í 8 leikjum held ég þannig að það er ljóst að ég verð að fara inní í öllum föstum leikatriðum setja á hann eins og eitt mark. Hef náttúrlega skorað á hann mörk í hundraðatali á æfingum í gegnum tíðina þannig að það ætti ekkert að vera neitt rosalegt mál.

Við ræddum um það á æfingu eftir síðasta leik að það væri náttúrlega ekkert alltof sniðugt að Ó.P the wonderkid hafi smellt honum af 40 metrum í síðasta leik því nú lætur hann alltaf vaða þegar hann svo mikið sem nálgast miðjuna. Hann hættir alvega að gefa boltann frá sér karlinn. Dabbi Rú var snöggur til og sagði "Það breytist semsagt ekkert hjá honum"

Óli Stefán......sem er að detta aftar í eineltisröðina í liðinu eftir að wonderkid kom upp á sjónarsviðið

 


Kári er bestur

KáramennMikið eru rosalega margir gjörsamlega orðlausir núna þegar Káramenn voru sniðgengnir í vali á stuðningsmannahópi fyrstu sjö umferða í dag. Þessi hópur hefur verið algjörlega frábær alveg frá degi eitt og skapað mikla og góða skemmtun í öllum leikjum hvort sem að þeirra lið sé að tapa eður ei. Ég ætla alls ekki að taka neitt af Púmasveitinni sem mér finnst alveg geggjuð líka en ég er búinn að sjá tvo leiki með Keflavík þar sem þeir hefðu ekki átt neitt í Káramenn. Ekki einn leik hafa þeir tapað í stúkunni ennþá sem komið er og meira að segja í gær þegar að við spilum við þriðju deildar lið KFS þá mæta Káramenn og syngja allan leikinn. Ég segi við Kára að í okkar augum eru þeir sigurvegarar því að það skiptir þá ekki máli þó að á móti blási og við strákarnir inná vellinum geti ekki neitt þá klikkar Kári ekki.

Sannir stuðningsmenn fyrstu sjö umferða landsbankadeildarinnar

 

Óli Stefán.....sem er búinn að fá fullt af símtölum í dag þar sem er hneykslast er yfir því að gengið hafi verið framhjá Káramönnum


Bíóferð

Ég fór á dögunum í Smárabíó til að sjá myndina um græna skrímslið hann Hulk. Bíóferð þessi byrjaði að vísu með því að ég fór í vitlausan sal og þar settist ég niður en myndin var byrjuð. Þegar að ég svo fór að horfa á fólk henda sér fram af byggingum New York borgar og liggja bölbrotin á jörðinni í blóði sínu og fólk grátandi í kring um það fóru að renna á mig tvær grímur. Ég kafaði því í vasann minn og tók upp miðann þar sem á stóð stórum stöfum The Happening. Ég var því kominn í miðja hrollvekju í anda the sixth sence.  Nú ég var fljótur að láta mig hverfa og inn í sal 1 þar sem enn voru auglýsingar fyrir myndina sem ég ætlaði á

The Happening 

 

Mér finnst yfirleitt gaman af þessum súperhetju myndum, maður er bara ekki þroskaðri en það, og engin breyting var á núna. Það er náttúrlega stórfínt að bjóða uppá Hulk til að jafna út stelpumyndina sex and the sity. Hulkarinn stóð vel fyrir sínu enda hef ég ekki séð mynd með Edward Northon klikka ennþá. 

Hulk

 

 

 Óli Stefán......sem er búinn að sjá tvær súperhetjumyndir á mánuði því auðvitað klikkaði hann ekki á Iron man

 

 

 


Hommalegasti leikmaður Fjölnis???

Síðan að við Fjölnismenn gerðum könnun innan liðsins hver væri hommalegasti leikmaðurinn hefur maður verið lagður í einelti og kallaður hinum ýmsu nöfnum eins og Friðrik Ómar, Páll Óskar o.s.frv. Ég lenti nú samt í fimmta sæti í þessari keppni með 3 stig. Ólafur Páll Snorrason er sá sem hefur verið að skjóta hvað harðast ásamt en þessi mynd náðist af honum og Stjána á góðri stund. Myndin segir náttúrlega meira en 1000 orð

7401166-md[1]

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Andri Valur fékk nokkur atkvæði í þessari könnun og eftir að hafa séð þessa mynd þá sér maður að hann er nú ekki allur þar sem hann er séður kappinn

 

7401164-md[1]

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  


Dómarar

Það var heldur betur mikið um að vera í síðustu umferð Landsbankadeildarinnar. 9 rauð spjöld litu dagsins ljós og 5 þeirra komu frá mínum fyrrum félögum úr Grindavík. Í okkar leik fékk Davíð Þór Viðarsson rautt en ég verð að viðurkenna að ég sá aldrei hvað gerðist. Gunni Már segir að þetta hafi að hans mati ekki verið rautt og treysti ég hans mati 100%. Það er því mikið rætt þessa dagana hvort hinir og þessir dómarar séu starfi sínu vaxnir o.s.frv

Auðvitað er maður ekki alltaf sammála dómurum en mér finnst umræðan í dag vera svolítið mikil á þeirra kostnað. Ekki mundi ég fyrir mitt litla líf nenna að vera dómari og ég ber mikla virðingu fyrir þeim að hreinlega nenna þessu. Ég var t.d mjög ósáttur við Þórodd Hjaltalín þegar að hann dæmdi ekki á FHing í fyrsta marki þeirra en hann ýtti Geira svo rosalega áberandi þannig að hann missti jafnvægið og þeir skora uppúr því. Hins vega er þetta hluti leiksins og menn vita að dómarar gera mistök eins og við leikmenn þeir eru misgóðir eins og við leikmenn og síðast en langt frá því síst þá reyna þeir sitt besta eins og við leikmenn.

 

Óli Stefán.....sem var nú talin efnilegur dómari á sínum tíma 

 

 

 


Em 2008

Jæja þá er að koma að því sem allir fótboltafíklar hafa beðið eftir Em 2008. Það er alltaf þvílík gleði í kring um þessar stórhátíðir. Reyndar er sjálfsagt einhver hluti þjóðarinnar alls ekki sáttur við þessar keppnir því að óneitanlega fer rosalega stór hluti sjónvarpsdagskrárnar í fótboltann þennan tíma. Þær sjónvarðstöðvar sem ekki bjóða upp á boltann reyna því að bjóða uppá eitthvað fyrir hina og einhverra hluta vegna er skjár 1 og stöð 2 búið að setja upp stelpumánuð hjá sér. Báðar þessar stöðvar eru semsagt búnar að auglýsa stelpudagsskrá í júní.

Nú seinni ár hafa menn verið að búa til leiki í kringum bæði em og hm svona til að auka spennuna í þessu. Eysteinn Húni héraðsbúinn knái er búinn að standa fyrir leik síðan 1994 og engin breyting á því núna. Fjölnir er með EM leik í gangi og nú síðast var ég að skrá mig í leik sem KA maðurinn heldur utanum. Ég er semsagt með í þremur leikjum og því nóg að gera að fylgjast með á öllum vígstöðum.

Frá árinu 1986 hef ég alltaf haldið með Frökkum í svona stórkeppnum og að sjálfsögðu eru þeir mitt líð einnig í ár. Ekki nóg með það þá vel ég mér alltaf annað lið til að halda með. Ég hef t.d haldið með Hollendingum og Englendingum svona með Frökkunum en í ár verða það Spánverjar sem ég ætla að halda með númer tvö.

Ég get hreinlega ekki beðið eftir fyrsta leik á morgun en maður verður að passa sig á því að maður hreinlega fái ekki ógeð á fótbolta næstu vikur því að auðvitað heldur Íslandsmótið áfram og næstu tvær vikur spilum við fimm leiki.

 

Óli Stefán...... sem skildi meistara Pétur Markan eftir í rykinu í sprettkeppni á æfingu í dag 


Eldri-yngri

Enn einn eldri yngri leikurinn var í gær og í enn eitt skiptið unnu eldri. Reyndar var yngra liðið óvenjulega sterkt í gær og flestir í eldri á annarri löppinni en það dugði ekki fyrir yngri því að við unnum sannfærandi 5-2 sigur. Í gær var bara einn markmaður á æfingu og þar sem Doddi uppfyllir ekki þær kröfur að vera meðal 9 elstu í liðinu var hann í yngra liðinu og við brugðum því á það ráð að setja stærsta leikmann okkar í markið hann Andra Val. Kristó fór svo fyrir okkar mönnum og átti karlinn flottasta mark æfingarinnar þegar að við gjörsamlega sundurspiluðum þá og hann hamraði boltann í netið með gullskallanum.

Sigurliðið var

Andri valur í marki. Dabbi Rú og Gústi púst hafsentar. Gunni Valur vinstri bak og Ófló hægri bak hægri kantur og senter. Maggi og Ómar á miðjunni og svo Pétur á vinstri kanti. Kristó var síðan svona útumallt leikmaður. 

yngri voru

Doddi-Illugi-Eyþór-Gunni Már-Óli Johnson-Óli Páll-Stjáni-Tommi-Geiri. Ég get ekki fyrir mitt litla líf fattað hvernig þeir stilltu þessu upp því þeir voru eiginlega í eltingaleik við okkur allan leikinn 

 

Óli Stefán......sem var alveg hrikalega ánægður með allt í kringum þessa æfingu í gær 


Scotty er greinilega ekki allur þar sem hann er séður

Já við vitum öll hversu svakalega hæfileika hann Scott Mckenna Ramsey hefur á knattspyrnuvellinum en aldrei hafði mig grunað hversu svakalegur söngvari hann er.

 

Óli Stefán......sem hefur nú heyrt karlinn syngja svona í sturtu 


Skemmtilegustu og leiðinlegustu vellirnir

Ég er svona að velta fyrir mér hvar sé skemmtilegast að spila þ.e hvaða útivellir eru skemmtilegastir. Auðvitað er þetta persónulegt og margt sem spilar inní eins og árangur á viðkomandi velli, stemmning o.s.frv. Ég ætla að raða völlum deildarinnar niður í sæti

 

11 sæti-Valbjarnarvöllur.

Ég set hann í neðsta sæti aðallega vegna þess að völlurinn sjálfur er slæmur. Að vísu er hann með betra móti í ár og sætin setja meiri svip á stúkuna. Svo spilar náttúrlega inní að ég man ekki eftir að hafa unnið leik þarna fyrr en auðvitað núna í fyrstu umferð og þá með Fjölni. Einnig er pirrandi hvað búningsklefinn er langt frá vellinum.

10. sæti-Laugardalsvöllur.

Aðalástæða þess að sjálfur þjóðarleikvangurinn nær ekki hærra í mínum bókum er sú að það næst svo lítil stemmning á vellinum. 1000 manns virka eins og 10 manns í 1500 manna stúku því fólkið hverfur algjörlega í sætafjöldann. Völlurinn er samt alltaf í toppstandi og sjálfsagt væri völlurinn í toppsætinu ef hann væri fullur í hverjum leik

9. sæti-Keflavíkurvöllur

Það sem er að Keflavíkurvellinum er að hann er staddur í Keflavík. Svo hefur maður nú tapa einhverjum leikjum þarna og það er ekkert leiðinlegra en fyrir Grindvíking að tapa á móti Keflavík.

8-7 sæti-Kópavogsvöllur

Ég vil byrja á því að taka það fram að ég hef ekki spilað á vellinum eftir að nýja stúkan kom. Áður fyrr voru þeir með litla stúku sem var yfirleitt tóm. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar hjá þeim Kópavogsbúum síðan ég spilaði síðast en ég er að taka mið á minni reynslu.

6. sæti-Akranesvöllur.

Á Akranesi eru allar knattspyrnuaðstæður til fyrirmyndar og mörg lið hér í Reykjavík gætu litið upp til þeirra.  Ég hef einu sinni í 13 heimsóknum mínum þangað unnið þannig að minningar mínar eru ekki góðar þaðan. Svo er yfirleitt svolítið langt fyrir Grindvíkinga að fara þangað þannig að þeir hafa nú ekki fjölmennt þangað í gegnum árin.

5.sæti-Fylkisvöllur.

Maður hefur nú nokkrum sinnum náð skemmtilegum úrslitum þar og yfirleitt um hörkuleiki að ræða. Aðstæður eru fínar og oftast þétt setið og ágætis stemmari á leikjum sem ég hef spilað þarna. Svo bjóða þeir appelsínugulu alltaf uppá hörkuhlaðborð eftir leiki.  

4.sæti-FH völlur

Síðustu ár hefur verið gaman að spila í Hafnarfirði ef að undan er tekið 8-0 tap þar fyrir einum fjórum árum síðan. Reyndar höfum við Grindvíkingar ekki riðið feitum hesti þaðan en stemmningin hefur bara verið þannig að það er alltaf gaman að fara þangað. Svo hefur ferðalagið ekki verið lengra en 25mín fyrir okkur úr Grindavík þannig að það er plús. Reyndar kinnbeinsbrotnaði ég þar síðast þegar að ég spilaði þarna þannig að það er eiginlega spurning um að færa völlinn aðeins neðar í töfluna....

3.sæti-Hlíðarendi (Vodafone völlur)

Ég hef unnið nokkuð oft á þessum velli og það sem meira er þá hef ég líka skorað nokkur mörkin þarna líka. Árangur minn er semsagt það sem er að rífa Hlíðarendann upp töfluna. Völlurinn hefur alltaf verið góður og fínn stemmari. Ég spilaði svo opnunarleik nú á dögunum og það var bara frábært þannig að það eru fleiri góðar minningar þaðan en slæmar.

2.sæti-Frostaskjól

Manni hlakkar alltaf til að spila þarna. Það er alltaf frábær stemmning þarna og fullt af fólki. Eins furðulegt og það hljómar þá höfum við í Grindavík yfirleitt spilað vel þarna og náð frábærum úrslitum. Ég man í fljótu bragði eftir einhverjum mörkum sem maður hefur sett þarna og því situr þessi forni völlur örugglega í örðu sæti.

1.sæti-Grindavíkurvöllur.

Auðvitað er þessi völlur í lang fyrsta sæti hjá mér. Ég er með mikið mun fleiri sigurleiki þar heldur en tap og ef 30 og eitthvað mörkum sem karlinn hefur potað inn í efstu deild eru klárlega 20 og eitthvað á þessum velli. Ekki skemmir fyrir að við Fjölnismenn fórum þaðan með 3 stig nú á dögunum

 

Óli Stefán.......sem setur Akureyrarvöll ofarlega á lista yfir skemmtilega útivelli 


Leikur á sjómannadag!!!

Mikið hefur verið rætt um ömurlega leikjaniðurröðun KSÍ í sumar. Ekkert nema endalausir sunnudags og mánudagsleikir svo að fólk geti verið komið heim úr útilegu og náð leik um kvöldið. Lítið sem ekkert verið að hugsa um fjölskyldu leikmanna sem þurfa þá að æfa allar helgar í sumar.

Nú til að bæta gráu ofan á svart henda KSÍ menn nú leik á sjálfan Sjómannadaginn. Ég geri mér grein fyrir því að flestir af þessum skrifstofukörlum hafa náttúrlega aldrei migið í saltan sjó, en hefur ekki allavega helmingur landsmanna gert það? Fyrir mig og aðra sem koma úr sjávarþorpum er þessi dagur heilagur og t.d koma yfir 10 þúsund manns til Grindavíkur á sjómannadaginn. Alveg er ég pottþéttur á því að ef að það væri einhverskonar skrifstofudagur þá yrði það álíka heilagur dagur og aðfangadagur og ekki nokkur leikur spilaður í þeirri viku eða vikuna á eftir.  

Ég sem sjómannssonur sem er kominn af mikilli sjómannaætt er hundóánægður að þurfa að spila á þessum degi. Menn þurfa aðeins að spá í fleiri hlutum en fólki sem fer í útilegu og þarf að vera komið heim fyrir kickoff á sunnudegi.

Óli Stefán.......sem mælir með því að KSÍ hendi bara næst umferð á 17.júní


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Ég er 32 ára piltur úr Grindavík. Í dag bý ég hins vegar í Grafarvogi og spila með Fjölni í Fótbolta. Ég hef síðasta árið verið yfirblolggari hjá Grindavík en þar sem ég er ekki lengur að spila með þeim verð ég að fá mitt eigið blogg, þetta bara orðið að fíkn, ég bara get ekki hætt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband